
Karl Th. Birgisson

Hring eftir hring eftir hring
Stjórnmálamenn á flótta undan sjálfum sér eru ekki fögur sjón. Sérstaklega þegar þeir hraðsnúast í hringi og komast hvergi. Einhver hefur bent oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík á að bæði lög og stjórnarskrá koma í veg fyrir að fóbíurnar, sem hún talar fyrir, geti orðið að opinberri stefnumörkun eða stjórnvaldsákvörðunum. Það er einmitt vegna skoðana eins […]

Það sem angistarhrínið merkir
Samkvæmt lögum er bannað að gelda grísi án þar til ætlaðrar deyfingar sem gerir þeim meðhöndlunina bærilegri. Samt eru þúsundir grísa geltir án nokkurrar deyfingar allt árið um kring. Þeir hrína og væla og berjast um af sársauka í höndum kvalara sinna. Fulltrúi svínaframleiðenda (því að framleiðendur eru þeir, en engir bændur) sagði í sjónvarpsfréttum […]

Vigdísarmetið slegið
Nú hefur hið ómögulega gerzt: Vigdísar Hauksdóttur-metið í þvælu hefur verið slegið. Nýi methafinn er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Henni hefur nú á skömmum tíma tekizt að yfirbjóða flokkssystur sína svo rækilega með þvættingi að með undrum veraldar má kalla. Vigdís á að vísu heildarmetið ennþá, en á örfáum vikum hefur Sveinbjörg Birna tryggt sér sigur […]

Gunnar Þorsteinsson imam
Gamall og góður samstarfsmaður, Sverrir Agnarsson, varpar fram spurningu sem okkur er hollt að hugsa um. Hann hefur eins og fleiri fylgzt með kostulegum lýsingum á lífinu í kringum Gunnar í Krossinum, meintum kynferðisbrotum, kúgun safnaðarins á konum og fleiru en hér er tóm til að rekja. Þetta kemur nú upp á yfirborðið vegna þess […]

Kvótaflokkarnir hlusta
Myndbandið frá Djúpavogi er átakanlegur vitnisburður um óréttlætið sem hefur fylgt kvótakerfinu nánast frá upphafi. Lífsafkoma fólks er í höndum einstaklinga sem geta svipt það grundvelli tilverunnar á einni nóttu. Þetta vald hafa einstaklingar í höndum sér af því að þeir „eiga“ kvótann og geta flutt hann hvert á land sem er fyrirvaralaust. Þeir geta […]

Framsókn rifjar upp taktana
Það getur verið grábölvað að vera í minnihluta í sveitarstjórn. Víðast hvar er um svo fátt að rífast að allar tilraunir til ágreinings verða kjánalegar. Í Fjarðabyggð er stærsta ágreiningsefnið hvorum megin við nýja leikskólann á Norðfirði vegurinn á að liggja. Umferðaröryggismál eru að vísu alvörumál, en varla nægt tilefni til að fólk skipti sér […]

Óskiljanleg andmæli
Forsætisráðherra sagði í fréttum í kvöld, að niðurgreiðsla húsnæðisskulda hefði aldrei átt að vera fyrir alla. Og að hann skildi engan veginn hvernig nokkur gæti verið andvígur henni. Þetta er ekki alveg nákvæmt. Við afgreiðslu málsins flutti Árni Páll Árnason einfaldar breytingartillögur, um að einstaklingar sem ættu hreina eign upp á 15 milljónir og pör […]

Stóri dagurinn – eða: Að vita upp á sig skömmina
Það var sláandi munur á framgöngu Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á alþingi í dag. Bjarni var rólegur og yfirvegaður, talaði ekki meira en nauðsynlegt var og beið greinilega bara eftir því að þingstörfum lyki í samræmi við samkomulag. Það var annar bragur á forsætisráðherra og átti þetta þó að vera dagurinn hans. Dagurinn […]

Um dauð atkvæði
Þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, minnti í þingræðu í kvöld á þá nöturlegu staðreynd, að næstum tólf prósent kjósenda eiga engan fulltrúa á alþingi. Þetta eru þau sem kusu framboð sem náðu ekki fimm prósenta markinu til að koma manni að. Með réttu ætti þessi hópur kjósenda að eiga næstum sjö fulltrúa á þingi, en […]

Attitúdið
„Þetta snýst um attitúd, maður,“ sagði einn af forystumönnum Bjartrar framtíðar við mig á dögunum. Ég var – eins og stundum áður – að rifja upp að frjálslyndir jafnaðarmenn í Samfylkingunni og frjálslyndir jafnaðarmenn í Bjartri framtíð væru ekki ósammála um neitt sem máli skiptir í tilverunni. Ekki heldur frjálslynt fólk í hinni boðuðu Viðreisn. […]

Tilfinnanlegur skortur á vandamálum
Alþingiskosningarnar 1999 verða seint skráðar í sögubækur. Einu tíðindin voru að óstofnuð Samfylking og nýstofnuð VG buðu þá fram í fyrsta sinn. Að öðru leyti var þetta hundleiðinlegt. Davíð og Halldór fengu sinni meiri hluta, aðrir höltruðu með. Kosningabaráttan leið fyrir átakanlegan skort á vandamálum í samfélaginu. EES-samningurinn hafði fært nýjan þrótt í atvinnulífið, netbólan […]

Birgitte Nyborg og Frank Underwood
Þegar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varð ljóst að trúnaðarskjal hafði lekið úr ráðuneyti hennar (ég kýs að gera ráð fyrir að hún hafi ekki vitað af því fyrirfram) átti hún tveggja kosta völ: Hún gat hugsað eins og Birgitte Nyborg í Höllinni, komizt að hinu sanna í málinu, upplýst það og gripið til ráðstafana. Hún hefði […]