trusted online casino malaysia
Karl Th. Birgisson 17/05/2014

Óskiljanleg andmæli

Forsætisráðherra sagði í fréttum í kvöld, að niðurgreiðsla húsnæðisskulda hefði aldrei átt að vera fyrir alla. Og að hann skildi engan veginn hvernig nokkur gæti verið andvígur henni.Árni Páll

Þetta er ekki alveg nákvæmt. Við afgreiðslu málsins flutti Árni Páll Árnason einfaldar breytingartillögur, um að einstaklingar sem ættu hreina eign upp á 15 milljónir og pör sem ættu hreina eign upp á 30 milljónir fengju ekki ókeypis fé frá skattgreiðendum. Þessa tillögu felldu stjórnarliðar.

Árni Páll lagði líka til að tekjuhæstu fimm prósent þjóðarinnar nytu ekki þessa rausnarskapar ríkisstjórnarinnar. Sú tillaga var líka felld.

Þar með var ljóst að tekjuhæsta fólk landsins, sem á tugi og hundruð milljóna króna í hreina eign, fær peninga afhenta úr ríkissjóði, þótt það þurfi nákvæmlega ekkert á þeim að halda.

Og þar með er líka ljóst – úr því að stjórnarflokkarnir gátu ekki samþykkt þessar augljósu réttlætistillögur Árna Páls – að millifærslan átti alltaf að vera fyrir alla.

Það mátti allra sízt skilja þá auðugustu útundan.

Það er náttúrlega óskiljanlegt að nokkur hreyfi andmælum við slíkri ráðstöfun.

1,370