trusted online casino malaysia

Ingi Rúnar Eðvarðsson

Ég er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og hef áhuga flestum þáttum mannlífsins. Hér skrifa ég pistla um það vekur áhuga minn hverju sinni - oftar en ekki út frá þeim viðfangsefnum sem ég hef fengist við á liðnum árum.

rss feed

Hugleiðingar um samningamál

Hugleiðingar um samningamál

Það er eðlilega mikið rætt um stöðu samningamála þessa dagana þegar enn eitt verkfallið hjá opinberum starfsmönnum er skollið á. Nokkuð er litið til þess að skipta um vinnumarkaðslíkan að norrænum hætti. En er þörf á slíku? Fyrst er að því að hyggja að varhugavert er að draga víðtækar ályktanir af ástandi sem er um […]

Ingi Rúnar Eðvarðsson 16/10/2015 Meira →
Ísland, Færeyjar og unga fólkið

Ísland, Færeyjar og unga fólkið

Færeyjar gengu í gegnum fjármálakreppu á níunda áratutug 20. aldar. Í kjölfarið fluttu margir úr landi, einkum ungt fólk sem fór til Danmerkur. Færeyingum fækkaði í kjölfarið og langan tíma tók að snúa þróuninni við. Fyrir nokkrum árum reiknaði Hagstofa Færeyja út að eftir nokkra áratugi myndi aftur verða fólksfækkun og það myndi stórlega vanta […]

Ingi Rúnar Eðvarðsson 26/07/2015 Meira →
Breytingar á fjölda starfa eftir hrun

Breytingar á fjölda starfa eftir hrun

Að undanförnu hefur því verið slegið upp í fjölmiðlum að nær eina fjölgun starfa eftir hrun hafi verið í ferðaþjónustu. Það er ekki rétt. En hverjar hafa verið breytingar í fjölda starfa eftir hrun? Þær hafa verið margvíslegar eins og hér verður rakið. Stuðst er við tölur frá Hagstofu Íslands (fjöldi í aðalstarfi eftir atvinnugreinum). […]

Ingi Rúnar Eðvarðsson 01/07/2015 Meira →
Sagan og samningarnir

Sagan og samningarnir

Þegar verkföllin, atvinnuleysið, þennslan og niðurstöður samninga á 20. öld eru skoðaðar er niðurstaðan afar einföld. Sigrarnir – hærri laun, styttri vinnutími, lengra orlof og fleiri veikindadagar – unnust þegar þennsla var í atvinnulifi. Þegar samdráttur ríkti og atvinnuleysisvofan herjaði voru samningar ýmist framlengdir eða samið um málamyndahækkanir. Flest ár var kaupmáttur þokkalegur, með nokkrum […]

Ingi Rúnar Eðvarðsson 17/06/2015 Meira →
Ferðaþjónusta fatlaðra og útboð

Ferðaþjónusta fatlaðra og útboð

Í gær birti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skýrslu um sameiningu ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Skýrsluna má finna hér. Í stórum dráttum má segja að orsök þess að svo illa tókst til sem raun ber vitni megi rekja til slæmrar tímasetningar, skort á samráði við hagsmunaaðila, að þekking hafi glatast með uppsögn starfsfólks og ekki hafi […]

Ingi Rúnar Eðvarðsson 19/05/2015 Meira →
Möguleg lausn á kjaradeilu háskólamanna

Möguleg lausn á kjaradeilu háskólamanna

Það ber vott um visku og stjórnkænsku að leysa flókin vandamál. Að höggva á hnútinn, slá tvær flugur í einu höggi og þannig má áfram telja. Nú eru mörg aðildarfélög Bandalags háksólamanna í verkfalli. Kröfugerðin hljóðar upp á miklar kauphækkanir eftir samninga við lækna og kennara. Því er spurning hvort viðsemjandinn, ríkið, geti liðkað fyrir […]

Ingi Rúnar Eðvarðsson 26/04/2015 Meira →
Makrílkvóti, vanhæfi og traust Alþingis

Makrílkvóti, vanhæfi og traust Alþingis

Fréttir dagsins um vinnu við úthlutun makrílkvótans á þingi hafa vakið mikla athygli. Kvótakerfið er mjög umdeilt og  sitt sýnist hverjum um ágæti þess. Við útdeilingu aflaheimilda hefur verið byggt á veiðireynslu útgerða (en ekki sjómanna). Þar gildir jafnræðisreglan – allir útgerðir sem hafa aflað sér veiðiheimilda eiga rétt á úthlutun. Um það er ekki […]

Ingi Rúnar Eðvarðsson 24/04/2015 Meira →
Vangaveltur um þrætur og staðsetningu mannvirkja

Vangaveltur um þrætur og staðsetningu mannvirkja

Sverrir Kristjánsson ritaði einu sinni að þrætulist íslenskra bænda hafi komið dönskum embættismönnum mjög á óvart. Bændurnir íslensku gátu þrætt áratugum saman um ágreiningsefni, einkum landamörk. Ekki dugðu þeim íslenskir dómstólar, enda enduðu flest ágreiningsefni fyrir Hæstarétti í Kaupmannahöfn. Það er greinilegt að Bjartur í Sumarhúsum lifir góðu lífi í íslenskri þjóðarsál. Á liðnum áratugum […]

Ingi Rúnar Eðvarðsson 03/04/2015 Meira →
Um fjarlægðir

Um fjarlægðir

Það er um fjarlægðir eins og flest annað í heiminum. Það sem einum finnst langt, telur annar stutt. Allt virðist afstætt í þeim efnum. Líklega mótast fjarlægarskyn okkar út frá því hvar við ölum manninn. Ég er staddur í Brisbane, Ástralíu. Það tók mig tvo daga að fjúga hingað frá Keflavík. Það segir sína sögu, […]

Ingi Rúnar Eðvarðsson 16/02/2015 Meira →
Launahækkanir og framleiðslukostnaður

Launahækkanir og framleiðslukostnaður

  Það er gamalkunnugt stefið um að lauhækkanir leiði til verðbólgu. En launakostnaður er aðeins hluti af heildarkostnaði við framleiðslu vöru og þjónustu. Öll fyrirtæki þurfa aðföng til rekstrar – hráefni, fjármagn, húsnæði o.fl. Í sumum greinum eru hráefniskostnaður tiltölulega hár eins og í sjávarútvegi en minni í öðrum greinum. Fjármagnskostnaður hefur verið hár á […]

Ingi Rúnar Eðvarðsson 19/01/2015 Meira →
Að glata trausti þjóðar

Að glata trausti þjóðar

Ég hef áður á þessum vettvangi fjallað um traust. Þar segir meðal annars: Traust er vafið úr mörgum þráðum. Heiðarleiki, ráðvendni og hreinskilni eru mikilvægir þræðir. Einnig góðvild, hollusta og velvilji. Íslensk þjóðfélag hefur verið einsleitt hvað varðar trú, kyn og tungumál. Það eflir traust milli þegna. Ættartengslin næra traustið enn frekar. Fjármálakreppan haustið 2008 […]

Ingi Rúnar Eðvarðsson 10/01/2015 Meira →
Bækur og bókaskattur

Bækur og bókaskattur

Bókvitið hefur sjaldan verið í askana látið hér á landi. Skáld og listamenn hafa löngum átt erfitt uppdráttar í landi þar sem yfirvaldið hefur salfisk og ál í hjartastað. Og nú hefur verið ákveðið að hækka virðisaukaskatt á bækur til að ,,einfalda“ skattkerfið. Þetta gerist í landi sem kennir sig við bækur. Bókaþjóðin. Á þessum tímamótum […]

Ingi Rúnar Eðvarðsson 13/12/2014 Meira →
0,862