trusted online casino malaysia
Ingi Rúnar Eðvarðsson 16/02/2015

Um fjarlægðir

Það er um fjarlægðir eins og flest annað í heiminum. Það sem einum finnst langt, telur annar stutt. Allt virðist afstætt í þeim efnum. Líklega mótast fjarlægarsk10959958_10206221665280070_2930366234171072250_oyn okkar út frá því hvar við ölum manninn.

Ég er staddur í Brisbane, Ástralíu. Það tók mig tvo daga að fjúga hingað frá Keflavík. Það segir sína sögu, en andfætlingum okkar finnst það ekki tiltökumál. Að fljúga sjö til tólf tíma er normið hér. Ástralía er ógnarstór eyja. Og það hefur mótað viðmið eyjarskeggja. Algengt er að fólk keyri milli stórborga. Það tekur t.d. um 12-14 tíma að keyra frá Brisbane til Sidney. Bíllinn er mikið notaður og Ástralir eru vanir löngum ferðum. 1000 km akstur þykir ekkert stórmál.

Rútferðir til fjarlægra staða virðast hins vegar ekki eins vinsælar. Orðheppinn maður sagði mér að forðast slík farartæki þar sem þau hefðu verið fundin upp af Spænska rannsóknarréttinum. Merkingin er skýr.

Þessar löngu vegalendir móta alla afstöðu fólks hér. Ég sýndi elskulegum húseigendum hér í Brisbane kort af Íslandi og sagði að það tæki svona um fjóra til fimm tíma að keyra milli Reykjavíkur og Akureyrar. Án umhugsunar sögðu þau: ,,Svo stutt. Þá getur maður keyrt umhverfis Ísland á tólf tímum“. Ég mun hafa það í huga næst þegar ég ferðast um eyjuna okkar litlu.

Latest posts by Ingi Rúnar Eðvarðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi, Pistlar
1,427