trusted online casino malaysia
Ingi Rúnar Eðvarðsson 17/06/2015

Sagan og samningarnir

Þegar verkföllin, atvinnuleysið, þennslan og niðurstöður samninga á 20. öld eru skoðaðar er niðurstaðan afar einföld. Sigrarnir – hærri laun, styttri vinnutími, lengra orlof og fleiri veikindadagar – unnust þegar þennsla var í atvinnulifi. Þegar samdráttur ríkti og atvinnuleysisvofan herjaði voru samningar ýmist framlengdir eða samið um málamyndahækkanir.Verkfall, BSRB

Flest ár var kaupmáttur þokkalegur, með nokkrum udantekningum. Þannig var staða mála fram til ársins 1982 og þá fór verðbólgan úr böndum sem varð undanfari þjóðarsáttarsamninganna.

Fram undir 1960 höfðu iðnaðarmannafélögin iðulega forystu og náðu samninga við sína vinnuveitendur, sem oftar en ekki voru fulltrúar lítilla fyrirtækja. Þessi herkænska tókst iðulega vel og almenn verkalýðsfélög fylgdu svo í kjölfarið. Eftir 1960 voru það hins vegar oftast ASÍ og VÍ sem fóru með samningsumboðið í miðstýrðum samningum. (Hér styðst ég við bókina Bókagerðarmenn í 100 ár sem kom út árið 1997).

Í ljósi þessa má spyrja hvers vegna samningamálin hafa verið í slíkum hnút eins og raun ber vitni að undanförnu? Á því eru einkum tvær skýringar. Í fyrsta lagi þá lánaðist nokkrum stéttarfélögum að slíta sig út úr samflotinu og náðu mjög góðum samningum nýlega. Það á einkum við um lækna og flugmenn. Fyrir vikið leituðu fleiri félög í sömu átt og við sjáum ástand eins og tíðkaðist fyrir 1960. En samtök atvinnurekenda eru orðin öflugri en áður og mörgum fyrirtæki orðin stór og öflug. Þessi leið virðist varfarnari en áður. En engu að síður flækir þessi leið alla samninga og verkföllum fjölgar.

Síðari skýringin er mismunandi mat samningsaðila á stöðu á vinnumarkaði. Efnahagshrunið færði bæði ríkisvaldi og atvinnurekendum mikið vald. Vaxandi atvinnuleysi færðu atvinnurekendum tvöfalt vald. Annars vegar að geta valið úr fjölda umsókna eftir lausum störfum og geta sagt upp starfsfólki. Hins vegar að  stjórna launaþróun með raunlaunalækkun. Ríkisvaldið fékk aukið vald eftir hrun, bæði með fjármagnshöftum og veikingu markaðslausna.

Fulltrúar stéttarfélaga horfa til lækkandi atvinnuleysis, betri afkomu fyrirtækja, hærri arðgreiðslna og hækkun stjórnarlauna. Þeir telja að nú sé kominn tími til að rétta stöðu launþega.

Við Hrunið fóru fjölmennur hópur Íslendinga til útlanda og hefur komið sér þar fyrir. Sú þróun hefur staðið í sjö ár. Algengt er við slíka þróun að æ fleiri fjölskyldumeðlimir flytja út og koma líklega ekki til baka. Fyrir marga starfshópa – ekki síst heilbrigðisstéttir er mikil eftirspurn ytra. Það ásamt afnámi gjaldeyrishafta dregur aftur úr valdi ríkisvaldsins.

Ef við skoðum núverandi stöðu að þá er hagvöxtur vaxandi, hagur fyrirtækja batnandi og þennsla í greinum eins og ferðaþjónustu.  Nú er dæmigert þennsluástand. Sögulega séð hefur það þýtt hærri laun og góðir samningar. Valdastaðan gæti þannig breyst fljótt á vinnumarkaði. Nýleg könnun frá Bretlandi hermir að 78% atvinnurekenda kvarta yfir því að erfitt sé að fá starfsfólk til starfa.

Ef samningar hefðu verið lausir að ári er þannig líklegt að samningar hefður þróast á allt annan veg en þetta vorið.

 

Latest posts by Ingi Rúnar Eðvarðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi, Pistlar
1,430