trusted online casino malaysia
Ingi Rúnar Eðvarðsson 13/12/2014

Bækur og bókaskattur

Bókvitið hefur sjaldan verið í askana látið hér á landi. Skáld og listamenn hafa löngum átt erfitt uppdráttar í landi þar sem yfirvaldið hefur salfisk og ál í hjartastað. Og nú hefur verið ákveðið að hækka virðisaukaskatt á bækur til að ,,einfalda“ skattkerfið. Þetta gerist í landi sem kennir sig við bækur. Bókaþjóðin. Á þessum tímamótum finnst mér tilhlíðanlegt að birta kvæðið Gamalt bænakver eftir Guðmund Frímann, skáld og bókbindara. Þetta fallega kvæði birtist í Bókbindaranum árið 1956.

 

Blöð þín fúin, blökk og þvældBækur

bert frá ýmsu greina.

Kynslóðanna sorg og sæld

gamla, hrjáða bænabók,

blökk og þakin sárum,

firnalangan tíma tók

tylfing þín í árum.

Þín er líka saga sögð

senn er lokið ferli,

-aldagömlum erli –

óratíð að baki lögð.

Orðin ormafæða

ertu, morkinskræða.

 

Illa hafa árin velkt

um þig, skræðutetur,

rendur þínar tíminn telgt

til og máð þitt letur.

Þó er eins og yfir þér

einhver dularljómi.

Undir aldargrómi

inn í leyndarveröld sér

fulla af fögrum hljóðum,

furðum, helgum dómum.

 

Blöð þín fúin, blökk og þvæld

bert frá ýmsu greina.

Kynslóðanna sorg og sæld

svartir blettir leyna.

Hjá þér margur hrjáður fékk

harmabót, þegar nóttin

ríkti og örlaganóttin

inn að hjartanóttum gekk.

Það var þitt að græða,

-þjáða, gamla skræða.

 

Nú er orðið lítið úr

ytri fegurð þinni.

Átti við þitt fagurflúr

fuggan dárleg kynni,

sprunginn kjölur, spennslin týnd,

spjöldin flaka sundur,

-það eru engin undur:

aldrei var þeim miskunn sýnd.

Árin sverfa og sverfa,

senn er mál að hverfa.

 

Bráðum verðurðu borin á eld,

blakka skræðutetur,

eyðunginni ofurseld;

ekkert bjargað getur;

enginn framar um þig fer

elskuríkum höndum.

Vel á velktum röndum

vafurlogar hreykja sér,

gefa skorknu skinni

skreyting hinsta sinni.

 

Það er einlæg von mín að bókin lifi áfram þó svo að stjórnvöld fari ekki ,,elskuríkum höndum“ um hana þessa dagana.

Latest posts by Ingi Rúnar Eðvarðsson (see all)
Flokkun : Pistlar
1,310