trusted online casino malaysia
Ingi Rúnar Eðvarðsson 03/04/2015

Vangaveltur um þrætur og staðsetningu mannvirkja

Sverrir Kristjánsson ritaði einu sinni að þrætulist íslenskra bænda hafi komið dönskum embættismönnum mjög á óvart. Bændurnir íslensku gátu þrætt áratugum saman um ágreiningsefni, einkum landamörk. Ekki dugðu þeim íslenskir dómstólar, enda enduðu fleLandsspítalist ágreiningsefni fyrir Hæstarétti í Kaupmannahöfn. Það er greinilegt að Bjartur í Sumarhúsum lifir góðu lífi í íslenskri þjóðarsál. Á liðnum áratugum hefur það verið helsta áhugamál þjóðarinnar að deila um staðsetingu innanlandsflugsins og á seinni árum hefur bygging nýs Landsspíltala bæst á þrætulistann. Til að gera ágreiningsefnin um staðsetningu enn áhugaverðari hefur flokkspólitík blandast í málið. Meirihluti er ýmist með og minnihluti á móti. Þannig er hægt að vera bæði með og móti eftir því hver fer með völdin hverju sinni. Og nú hefur háttvirtur forsætisráðherra hrænt vel og vandlega í þrætusúpunni með tillögu um að skipta út Ríkisútvarpi og Landsspítala.

Bygging, rekstur og staðsetning sjúkrahúss er klassískt dæmi um flókið viðfangsefni þar sem huga þarf að mörgum þáttum. Gæti verið farsælla að leita til rannsókna á flóknum ákvörðunum í stað þess að halda áfram hefðbundum þrætum? Ég tel svo vera. Innan fræðanna eru einkum tvö líkön sem stuðst er við flóknar ákvarðanir þar sem margir hagsmunaðilar koma að ákvörunartöku. Annars vegar eru stjórnunarvísindi (e. management science) og hins vegar svokallað Carnegie-líkan. Stjórnunarvísindin henta mjög vel þegar vandinn er mjög vel skilgreindur og fyrir liggja aðgengileg gögn til að að komast að niðurstöðu sem gæti talið best eða hámarkandi við tilteknar aðstæður. Ég tel að bygging og staðsetning ný sjúkrahúss gæti uppfyllt slíkt skilyrði. Það er draumaverkefni verkfræðinga. Hvað nýtt sjúkrahús varðar þá þyrfti að taka tillit til þátta eins og:

  • Hönnunarkostnaðar
  • Bygginga- og rekstrarkostnaðar
  • Tenging við Háskóla Íslands (fyrirhugað er að Heilbrigðisvísindasvið verði í framtíðinni í nýrri byggingu).
  • Nýtingu á eldra húsnæði.
  • Staðsetningu með tilliti til umferðar, skjótra leiða með sjúklinga í neyðartilfellum
  • Vistfræðilegra þátta (draga úr mengun o.fl).
  • Vinnuvistræðilegra þátta (stuttar gönguleiðir, byggja upp í loftið og hafa lyftur eða dreifa byggingum um stórt landsvæði).

Líklega eru fleiri þættir sem huga þarf að. Svo þarf að leggja mat á mikilvægi þessara þátta. Líklega vega bygginga- og rekstrarkostnaður þyngst til lengri tíma litið, en samöngur og vistfræðilegir þættir vega einnig þungt. Fróðlegt væri að fá innlend ráðgjafafyrirtæki til að reikna út hentugustu staðsetning út frá þessum þáttum. Greining Egils Jóhannssonar á frumgögnum varðandi byggingu nýs spítala leiðir í ljós að ekki hafi verið byggt á grunni stjórnunarvísinda.

Niðurstöður sérfræðinga við Carnegie-háskóla komust að því að flestar meiriháttar ákvarðanir fela í sér ágreing milli hagsunaaðila og oft liggur ekki fyrir í hverju vandinn liggur, né hvaða lausnir séu tiltækar. Til að komast að niðurstöðu við slíkar aðstæður er mikilvægt að mynda bandalög og leita málamiðlana til að komast að sameiginlegri lausn. Oftar en ekki tekur slíkt ferli langa tíma, lyktar af pólitík og er oft illa liðið meðal flestra sem koma að máli. En við tilteknar aðstæður verður að leita sátta til að niðurstaða fáist. Oftast er niðurstaðan viðunandi (e. satiesfacing), sem getur leitt af sér að mjög fáir eru sáttir við lausnina.

Rök þeirra sem gagnrýna núverandi umræðu um staðarval eru sterk. Breytingar kunna að draga framkvæmdir á langinn og geta aukið kostnað. Hvað er til ráða? Eru við fallin á tíma? Líklega er tíminn farinn frá okkur, en það er áleitin spurning hvort skjótvinn greining í anda stjórnunarvísinda væri fýsileg og hvort fyrirhugaður kostnaður upp á um tvo milljarða vegna gatna- og lóðaframkvæmda myndi koma til móts við aukinn kostnað við aðra staðsetningu. Hvað sem því líður myndi breytt ákvarðanataka af þessari stærðargráðu á endum þýða málamiðlun milli helstu hagsmunaaðila. Reynslan kennir okkur að það tekur sinn tíma.

Svo má velta því fyrir sér hvort hin mikla miðstýring í heilbrigðiskerfinu þar sem meginhluti lækninga skuli fara fram á Landsspítalanum sé skynsamleg til lengri tíma litið. En það er allt önnur Ella.

 

 

Latest posts by Ingi Rúnar Eðvarðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi, Pistlar
1,633