Pistlar

Það þarf alvörufólk

Það þarf alvörufólk

Það er hægt að hrósa mörgum fyrir framgöngu í máli Birnu Brjánsdóttur síðustu daga.

Fjölmiðlarýni 22/01/2017 Meira →
Þorum við að nota tæknina?

Þorum við að nota tæknina?

Hvarf Birnu Brjánsdóttur vakti öllum Íslendingum óhug og sú tilfinning náði reyndar langt út fyrir landsteinana. Þótt lögreglan láti ekki frá sér allar upplýsingar jafnóðum, virðast nú talsverðar og jafnvel yfirgnæfandi líkur til að málið upplýsist. Fari svo, verður það nútímatækni að þakka. Án eftirlitsmyndavéla hefði líklega ekkert spurst til þessarar stúlku eftir að hún […]

Jón Daníelsson 20/01/2017 Meira →
Auðmenn ársins

Auðmenn ársins

Það er gott að vera minntur á þetta í samfélagi þar sem það er í tísku að iðka réttlæti sitt fyrir mönnum.

Davíð Þór Jónsson 01/01/2017 Meira →
Kirkja í hlutverki kommúnista?

Kirkja í hlutverki kommúnista?

Þegar ég gef hinum fátæku brauð er ég kallaður dýrlingur. Þegar ég spyr af hverju þeir fátæku eigi ekki fyrir brauði er ég kallaður kommúnisti.

Davíð Þór Jónsson 19/12/2016 Meira →
Brúnegg sálarinnar

Brúnegg sálarinnar

Þetta er mikið til sama fólkið og sór þess dýran eið á þessum sama vettvangi ekki alls fyrir löngu að versla aldrei framar við Ölgerðina.

Davíð Þór Jónsson 14/12/2016 Meira →
Niðurskurðarfjárlög — reikningurinn sendur framtíðinni

Niðurskurðarfjárlög — reikningurinn sendur framtíðinni

Það er fordæmalaus staða á Alþingi þessa dagana, enginn ríkisstjórnarmeirihluti og fráfarandi fjármálaráðherra leggur fram fjárlagafrumvarp með því sem hann kallar afgang upp á 28,5 milljarða króna. En er málið svo einfalt? Þetta fjárlagafrumvarp angar af gömlum og úreltum hugsanahætti. Píratinn Smári McCarthy spurði í jómfrúarræðu sinni hvort að við vildum byggja samfélag fyrir fjármuni […]

G. Pétur Matthíasson 09/12/2016 Meira →
Ríkisborgararéttur – próf í verðleikum?

Ríkisborgararéttur – próf í verðleikum?

Síðast skrifaði ég um íslenskuprófið sem ég þurfti að taka hjá Mími Símenntun áður en ég gæti sótt um ríkisborgararétt. Lesendur hafa kannski túlkað lýsinguna þannig, að prófið hafi verið hin besta skemmtun, sem það var að sumu leyti. En sannleikurinn er sá, að mér var alls ekki skemmt. Ekki það að ég hafi eitthvað […]

Jean-Rémi Chareyre 29/11/2016 Meira →
Dagur í lífi nýbúa

Dagur í lífi nýbúa

  Dagurinn í dag var svolítið sérstakur hjá mér. Hann byrjaði á því að ég mætti klukkan níu fyrir utan Mímir Símenntun, Höfðabakka 9. Þar átti ég nefnilega að taka íslenskupróf, sem átti að vera fyrsta skrefið í því ferli sem kallast „umsókn um ríkisborgararétt“. Við vorum um það bil þrjátíu nýbúar, alls staðar að […]

Jean-Rémi Chareyre 28/11/2016 Meira →
Saklaus uns sekt er sönnuð

Saklaus uns sekt er sönnuð

Saklaus uns sekt er sönnuð, segir máltækið. Þetta fannst mér rétt að hafa í huga varðandi Viðreisn. Um þann flokk hafa heyrst alls konar samsæriskenningar síðan hann var stofnaður. Að hann væri „hækja íhaldsins“, að hann væri tilraun til að framlengja pólitískt líf Sjálfstæðisflokksins, og svo framvegis. Og þar sem mér er illa við samsæriskenningar, […]

Jean-Rémi Chareyre 24/11/2016 Meira →
Skattar eru góðir — skattar eru samfélag

Skattar eru góðir — skattar eru samfélag

Stundum finnst manni einsog það sé eitthvað að manni af því að manni finnst eðlilegt að maður borgi skatta af launum sínum og manni finnst eðlilegt að fyrirtæki borgi skatta og að það sé eðlilegt að þeir sem mest beri úr býtum greiði heldur hærri skatta en við hin. Ég skrifa þetta á reikning þess […]

G. Pétur Matthíasson 23/11/2016 Meira →
Endurupptökunefnd á hálum ís

Endurupptökunefnd á hálum ís

Það er auðvitað hárrétt hjá Erlu Bolladóttur að endurupptökunefnd er komin út fyrir verksvið sitt, þegar hún ákveður að bíða eftir mögulegum nýjum upplýsingum um hvarf Geirfinns Einarssonar. Auðvitað væri ljómandi gott ef svo ólíklega færi að þetta óhugnanlega mannshvarf upplýstist á endanum, en það er endurupptökunefnd bara alveg óviðkomandi. Fyrir því er sú einfalda […]

Jón Daníelsson 23/11/2016 Meira →
Móses og hjómið

Móses og hjómið

Móses Akatugba sat saklaus í fangelsi í Nigeríu í heilan áratug, hann var pyntaður, neyddur til að skrifa undir játningu, það tók mörg ár fyrir hann að fá mál sitt tekið fyrir og að koma fyrir dómara. Dómarinn hlustaði síðan ekki neitt á Móses og hann var dæmdur út frá yfirlýsingu sem fékkst með pyntingum. […]

G. Pétur Matthíasson 19/11/2016 Meira →
0,610