Pistlar
Bráðum á hann hvergi heima
Þannig lauk Eyþór Árnason ljóði sínu sem hann kallaði „Við leiði Kristjáns Fjallaskálds“.
Að skilja og vera skilinn
Jesús sagði ekki: „Verknaðarskylda einstaklinga gagnvart öðrum aðilum skal vera í gagnkvæmu og samhangandi umönnunarsambandi við væntingar þeirra til hliðstæðrar aðhlynningarþjónustu téðra aðila við öndverðar kringumstæður.“
Leiðinn – þjáning nútímamannsins
Það er algjör óþarfi að láta eins og menn hafi ekki haldið hátíð í kringum jafndægur að vori mun lengur en kristindómurinn hefur verið við lýði.
Hugsanlega afdrifaríkur dómur
Kjarninn segir hér frá býsna merkilegu máli sem hefur fengið litla athygli. Í stuttu máli felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun ríkissaksóknara sem hafnaði beiðni einstaklings (sem að sögn Kjarnans er Gísli Reynisson) um að fram færi rannsókn á því hvort æðstu embættismenn Seðlabanka Íslands hefðu borið viðkomandi röngum sökum um refsivert athæfi. Dómarinn, Skúli Magnússon, sér […]
Vandi Vinstri grænna
Það er ekki óvarlegt að ætla að dagar Sigríðar Á. Andersen í embætti dómsmálaráðherra séu senn taldir. Trúverðugleiki hennar er þegar verulega laskaður og fátt sem bendir til þess að það muni lagast í bráð. Það er eðlilegt að andstæðingar ríkisstjórnarinnar beini spjótum sínum að Vinstri grænum vegna dómsmálaráðherrans þó svo að hann komi úr […]
Gamlar og vondar hugmyndir
„Ég hef sjálfur ákveðnar hugmyndir. Ég hef lengi talað fyrir því að við eigum að innleiða og taka upp eitt þrep tekjuskatts.“ Óli Björn Kárason þingmaður sjálfstæðisflokksins. Skattkerfið sem Óli Björn Kárason þingmaður sjálfstæðisflokksins talar hér fyrir hefur áður verið reynt með herfilegum afleiðingum. Það var í aðdraganda Hrunsins, flatt skattkerfi og eitt skattþrep. Það […]
Lögreglustjórinn leggur sig
Afturbeygða fornafnið sig reynist okkur erfitt viðfangs í daglegri notkun.
Nú reynir á styrkinn
„Við sjáum því miður að í ríkjum í austur Evrópu í Pólland, Ungverjalandi og Rúmeníu hafa verið uppi áþekkar deilur um að pólitísk afskipti af skipun dómara eigi að vera meiri og fagleg áhrif umsagnaraðila eigi að vera minni.“ Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Það hefur væntanlega farið um fleiri en mig […]
Ár hinna glötuðu tækifæra
Guðspjall: Þá sagði Jesús þeim þessa dæmisögu: „Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í víngarði sínum. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki. Hann sagði þá við víngarðsmanninn: Í þrjú ár hef ég nú komið og leitað ávaxtar á fíkjutré þessu og ekki fundið. Högg það upp. Hví á það að vera engum […]