Efst á baugi
Ódýr orð?
Opinber stofnun, sem vafalaust vinnur samkvæmt gildandi lögum, hefur vísað tveimur fjölskyldum úr landi. Þær samanstanda af tveimur einstæðum foreldrum og fjórum börnum og hafa dvalið hér í marga mánuði, börnin gengið í skóla og eignast félaga og vini. Þeim líður vel hérlendis. En. Nú stendur til að senda börnin og foreldra þeirra til Grikklands. […]
Hin eilífa þrenning
Sem kornungum manni fannst mér óþarfi að nota fleiri reikningsaðferðir en þrjár. Mér fannst auðvelt að leggja saman og draga frá. Að margfalda var örlítið erfiðara en þó ekki óyfirstíganlegt. En deiling fannst mér algerlega út í hött. Mig minnir að ég hafi verið átta ára. Jú, mikil ósköp. Það var svo sem ekkert einfaldara […]
Lifandi vísindi
Þótt rannsóknir séu dýrar eru þær afar mikilvægar; ómetanlegar fyrir framþróunina, svo ekki sé meira sagt. Það er til að mynda erfitt að hugsa sér hver staða íbúðaleigjanda yrði í framtíðinni ef Íbúðalánasjóður hefði beðið með að kaupa af rannsóknarfyrirtækinu Zenter, skýrslu þar sem sérfræðingarnir komast að þeirri óvæntu niðurstöðu eftir tímafrekar rannsóknir að leigjendur […]
Hjálpið manninum!
Það er alkunna að stjórnmálaskríbentar bregði fyrir sig ýkjum og ósannindum þegar þeim þykir henta. Hitt er óvanalegt að ritstjóri Morgunblaðsins semji falsfrétt. Þetta gerðist þó í Reykjavíkurbréfi dagsins í dag, 08.06.2019. Þar stendur og er verið að segja frá 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins: “ Fyrsti heiðursgestur flokksins var nýbúinn að lýsa því yfir að […]
Vanfær til vits og vinnu
Ég get ekki stillt mig um að segja frá samtali sem ég hleraði. Ég sat á sólskinsbekk á Austurvelli. Fullorðin kona og unglingspiltur komu þar að og settust á bekkinn hjá mér. Við þekktumst ekki og þögðum þar til konan spurði strákinn: “Var ég búinn að segja þér frá honum Dodda frænda þínum?” “Það man […]
Minnispunktur
Það ert ástæða til að muna þetta sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld og birtist á mbl.is: „Sagan kennir okkur að það er í umhverfi efasemda sem minni spámenn sjá sér leik á borði og breyta efasemdum í ótta. Þeir vita sem er að þegar fólk er […]
Verum algáðir -kærum forseta!
Samkvæmt mbl.is klukkan 12:27 hafa samtökin Orkan okkar óskað eftir því, “að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum,” og afhentu Vinnueftirlitinu kæru þess efnis í morgun. Nú hafa Miðflokksmenn talað við sjálfa sig á alþingi dag eftir dag, kvöld eftir kvöld […]
Bárufleygur
Þeir voru glaðir á þinginu í dag, Klausturbræður og systir þeirra. Þau voru fjögur í þingsal auk forseta og starfsmanns skrifstofunnar. Og þau ræddu um orkupakkann, systkinin. Hvert við annað. Hrósuðu hvort öðru fyrir þekkinguna á honum, brostu hvert til annars og fóru fögrum orðum um málflutning hvers annars og spurðu hvort annað spjörunum úr […]
Flugviskubit
Það var umræða um flugviskubit í Silfrinu í morgun. Mér finnst orðið frábærlega vel hugsað. Það er fallegt. Og ágengt. Það hristi upp í mér og ég ákvað að skrifa um það, orðið, og brot af því sem í því felst. Á meðan ég var að hugsa minn gang opnaði ég tölvupóstinn. Þar var […]
Mýtan um upprisuna
Náð sé með ykkur og friður frá Guði föður og Drottni, Jesú Kristi. Amen. Það er einkennilegt til þess að hugsa hve þankagangur okkar er lærður. Maður hefði viljað halda að maður fæddist með eitthvað brjóstvit, einhvern grundvallarskilning á því hvernig á að hugsa, skynja raunveruleikann og leggja saman tvo og tvo. En svo er […]
Furður stjórnsýslunnar
Hér kemur löng málsgrein með mörgum spurningum: Er það ekki furðulegt uppátæki að flytja pósthús úr Pósthússtræti, miðbæ sem er fullur af fólki, koma því fyrir vestur á Melum í leiguhorni á Hótel Sögu og selja þar súkkulaði og kerti í gjafapakningum? Hér er önnur, lík í sniði: Er það ekki furuleg ráðstöfun hjá stjórnsýslunni […]
Spurningar úr Litlu gráu hænunni
Hlustaði á þetta í strætisvagnaskýli nú í morgun: A: Hvers vegna í fjandanum lét ríkisstjórnin Wow fara á hausinn? B: Gerði hún það? A: Já. B. Hvernig þá? A: Hún lét félagið ekki hafa það lítilræði sem á vantaði svo að það gæti haldið rekstrinum áfram. B: Á ríkisstjórn að láta einkafyrirtæki fá peninga […]