Efst á baugi

Gleðibankinn Kaupþing

Gleðibankinn Kaupþing

„Þú leggur ekkert inn, tekur bara út,“ sungu Pálmi, Helga og Eiríkur 1986 og íslenska þjóðin mátti heita í sálrænu áfalli þegar Gleðibankinn endaði í 16. sæti.

Jón Daníelsson 02/12/2018 Meira →
Gamall maður hugsar

Gamall maður hugsar

Gamall maður verður hugsi þegar hann les í blöðunum fréttir af því hvernig nokkrir alþingismenn tala um konur meðan þeir kneyfa bjór á öldurhúsi. Maður, sem man þá tíma, þegar miðaldra og eldri karlmönnum þótti tæplega við hæfi að konur fengju bílpróf, verður óhjákvæmilega hugsi. Sá sem tiltölulega ungur maður varð vitni að stóra kvennafrídeginum […]

Jón Daníelsson 29/11/2018 Meira →
Uppvakning

Uppvakning

Forstjóri Kauphallar Íslands, Páll Harð­ar­son var nýverið í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson, rit­stjóra Kjarnans, í sjónvarpsþættinum 21 á Hring­braut. Í dag, 23.11.´18  birtir Kjarninn brot úr þættinum í máli og mynd. Þar kallar þessi postuli hallarinnar eftir því að Landsbankinn og Íslandsbanki verði skráðir á markað (einkavæddir). Orðrétt segir postulinn Páll: „Nú svo geri […]

Úlfar Þormóðsson 23/11/2018 Meira →
Margföld tvöföldun

Margföld tvöföldun

Ég var að ryksuga. Í dag. Sveim mér þá. Útvarpið mallaði frammi í eldhúsi. Svo byrjuðu fjögurfréttirnar í Ríkisútvarpinu og ég heyrði þulinn segja: “Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur tvöfaldast á innan við 20 árum.” Við svo búið varð skammhlaup í rafmagni, það gnast í ryksugunni og ég heyrði ekki í útvarpinu. Þar sem ég er […]

Úlfar Þormóðsson 16/11/2018 Meira →
Klaufabárðar

Klaufabárðar

  Það er ekki ofsögum sagt af slysalegum aðferðum Alþingis við kynningu og framkvæmd á uppátækjum sínum. Því virðist fyrirmunað að upplýsa um sín mál nema með rasshendinni. Nægir að nefna Þingvallafundin, þjóðfundinn, sem haldinn var í sumar með 200 – 300 manns ef allt er talið og auðvitað ofurlaun þingmanna, sem þó eru varla […]

Úlfar Þormóðsson 13/11/2018 Meira →
Stam

Stam

Í morgun sat ég við glugga og horfði á Tugthúsið við Skólavörðustíginn og taldi 18 ferðamenn hlusta á fyrirlestur um þessa merku byggingu. Það var snjóþekja yfir húsinu gærkveldi og nótt. Nú var þakið autt. Og þurrt. Það var hins vegar stór pollur framan við “fangadyrnar”. Þakrennan yfir þeim hefur sigið fyrir veðrum. Það er […]

Úlfar Þormóðsson 06/11/2018 Meira →
Á Droplaugarstöðum

Á Droplaugarstöðum

Ég átti erindi upp á Droplaugarstaði í dag (01.11.´18). Þegar ég fór þaðan ákvað ég að skrifa lítinn pistil um þá heimsókn. Áður en ég settist við sá ég þetta á eyjunni.is: Magnús Haraldsson‚ geðlæknir við Landspítalann og dósent við læknadeild Háskóla Íslands, skrifar ritstjórnargrein í Læknablaðið sem er nýkomið út. Þar amast hann við […]

Úlfar Þormóðsson 01/11/2018 Meira →
B-deildin

B-deildin

Eftir að “kulda”æfingum Natóhersins lauk hérlendis voru þær færðar til norðurhéraða Noregs og bætt í heraflann þúsundum hermanna, skriðdreka, herskipa og flugvéla. Þar eru helstu herforingjarnir samankomnir með norska kratanum, framkvæmdatjóra Nató. Svo eru þarna innkaupastjórar hergagna Nató-ríkjanna og fulltrúar stærstu framleiðenda hergagna ásamt kaupendum þeirra. Þetta er hergagnasýning með lifandi líkum á kreiki. Þetta […]

Úlfar Þormóðsson 29/10/2018 Meira →
Enn er okrað á mjólkurvörum: Hækkun um 275% á meðan almennt verðlag hækkar um 67%

Enn er okrað á mjólkurvörum: Hækkun um 275% á meðan almennt verðlag hækkar um 67%

Verð á Smjörva hefur hækkað um 275 prósent á rúmlega áratug á meðan vísitala verðlags hefur hækkað um 67 prósent.

Ritstjórn 24/10/2018 Meira →
Hvílíkt og annað eins

Hvílíkt og annað eins

Konur ganga út af vinnustöðum fyrir lok vinnudags og verkalýðurinn heimtar hærri laun en hægt er að borga. Það er allt á hverfanda hveli. Lýðræðið riðar til falls. Þetta sjá allir. En þeir eru fáir sem hafa kjark til þess að segja allt sem er í þessum efnum. Sem betur fer eigum við þó ennþá […]

Úlfar Þormóðsson 24/10/2018 Meira →
Frelsið, maður!

Frelsið, maður!

Það er erfitt að fást við frelsið. Það leitar um allt. Því það eru margir sem flíka því. Búa til slagorð um það og bjóða sig fram til þess að berjast fyrir því. Tala um frelsishugsjón, hafa hátt og fara mikinn. Og stundum fæst fram brot af því, frelsinu. Næstum því. Það má segja nást […]

Úlfar Þormóðsson 15/10/2018 Meira →
Átfrekja

Átfrekja

„Hvað gerist á leiðinni frá skipi og inn í fiskvinnslu sem eykur verðmæti aflans um 156 milljarða á tímabilinu? Getur hugsast að verið sé að svína á hlut sjómanna á enn einni vígstöðinni og þá um leið á samfélaginu í heild sinni?“ Þannig spyr Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur í athugasemd við frumvarp atvinnuveganefndar […]

Úlfar Þormóðsson 01/10/2018 Meira →
0,538