Úlfar Þormóðsson

Úlfar Þormóðsson

rss feed

Sjálfsuppvakningur

Sjálfsuppvakningur

Sigmundur Davíð (SDG) hóf endurkomu sína í stjórnmálin með nokkrum látum í vikunni sem leið. Hann stal senunni, yfirtók allt sviðið. Hann var aðal karlinn í öllum fjölmiðlum og á mannamótum alla vikuna. Hann var mættur til þess að ræða framtíðina. Og stóru málin, sagði hann og brosti íbygginn, og margir héldu að þarna væri […]

Úlfar Þormóðsson 02/10/2017 Meira →
Uppljóstrarinn

Uppljóstrarinn

Alþingi samþykkti á sínum lokadegi að fella úr lögum ákvæði um uppreist æru. Um það segir fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason í pistli í dag 27.09.´17: “… að umræðurnar um uppreist æru hafa leitt í ljós að uppnámið sem varð er í raun út af engu. Það var unnt að veita uppreist æru án […]

Úlfar Þormóðsson 27/09/2017 Meira →
Upplausn

Upplausn

Upplausn í stjórnmálum er í algleymingi. Hræddasti karlinn í Fljótshlíðinni vill að Sjálfstæðisflokkurinn leggi höfuðáherslu á innflytjendamál. Þannig megi forðast umræðu um vandræðamál flokksins og vanhæfni við stjórn landsins. Annan hvern dag vill Flokkur fólksins líka leggja aðaláherslu á það sama. Þann daginn halda þeir því fram að flóttamenn sem hingað koma séu þjóðfélaginu svo […]

Úlfar Þormóðsson 24/09/2017 Meira →
Deshús

Deshús

Við alþingiskosningar fyrir ári síðan bauð þingmaðurinn Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar sig fram til þings. Hann náði ekki kjöri. Rúmu hálfu ári síðar skýrði Fréttablaðið frá því að hann hefði stofnað byggingafélag ásamt Einari Karli Haraldssyni, flokksbróður sínum úr Samfylkingunni. Þeir nefna það Deshús, sem samkvæmt orðabók merkir dós (oftast úr gulli […]

Úlfar Þormóðsson 21/09/2017 Meira →
Guð hvað mér líður vel

Guð hvað mér líður vel

Guð hvað mér líður vel í upplausn dagsins. Stjórnin sem ætlaði að skila 44 miljarða afgangi á fjárlögum er fallin um sjálfa sig. Stjórnin sem ætlaði að stofna langtíma sparisjóðsbók fyrir ríkið og leggja inn á hana miljarða króna er sprungin. Stjórnin sem var að einkavæða heilbrigðiskerfið, skólakerfið og þjóðvegina án þess að viðurkenna það, […]

Úlfar Þormóðsson 15/09/2017 Meira →
Útsala

Útsala

Ballið er að byrja. Hljómsveitin hefur komið sér fyrir á sviðinu. Hún er að slá upphitunartóna fyrsta lagsins, Útboð á eigum ríkisins. Það er hátíð framundan. Það á að selja Arionbanka. Bjóða hann upp. Að vísu kalla spekúlantarnir uppboðið útboð. Það er ekki eins gildishlaðið orð, ekki eins neikvætt. Taconic Capital og Attestor Capital eiga […]

Úlfar Þormóðsson 13/09/2017 Meira →
Framtíðarsýn

Framtíðarsýn

  Fjárlagafrumvarp er eins konar sálarspegill ríkisstjórna; röntgenmynd af sameiginlegum þankagangi ráðherra. Það er stefnuskrá. Þar segir hvað á að gera, hvernig á að afla fjár og til hvers á að verja því. Ríkisstjórnin sem nú situr leggur frumvarpið fram í dag (12.09.´17) eða á morgun. En hún er farin að viðra það, sýna röntgenmyndina. […]

Úlfar Þormóðsson 12/09/2017 Meira →
Rússar í NATO?

Rússar í NATO?

Býsn sem hægt er að vera hissa. Og gleyminn, eða hvað? Þetta mundi ég til að mynda ekki, þetta sem formaður Varðbergs, herra Björn Bjarnason, fyrrverandi þetta og hitt skrifar á síðu sína í dag: “Þegar Bandaríkjamenn tilkynntu Íslendingum snemma árs 2006 að þeir ætluðu að kalla varnarliðið héðan á brott var það meðal annars […]

Úlfar Þormóðsson 02/09/2017 Meira →
Húrra fyrir Bergi

Húrra fyrir Bergi

Við stöndum öll í þakkarskuld við Berg Þór Ingólfsson og aðra þá sem vakið hafa upp umræðuna um uppreist æru og sýnt hafa þrek til þess að halda henni gangandi. Framtak hans virðist ætla að verða til þess að sett verði gagnlegri lög um þessi mál en gilt hafa hingað til. Eitt af mörgu sem […]

Úlfar Þormóðsson 30/08/2017 Meira →
Að borða sandpappír

Að borða sandpappír

Í leiðara Morgunblaðsins í dag, 29.08. ´17, er fjallað um þau hörmulegu mistök sem gerð voru við byggingu húss Orkuveitu Reykjavíkur. Það er hægt að taka undir sumt af því sem þar er sagt. Þar á meðal lokaorðin : “Augljóst er að þegar í stað verður að setja af stað opinbera rannsókn á málinu. Stærð […]

Úlfar Þormóðsson 29/08/2017 Meira →
Hvar er byssan mín?

Hvar er byssan mín?

Það er áreiðanlega ósatt að Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra leiki sér að tindátum með völdum mönnum úr Varðbergi. Hitt er satt að Björn vill láta líta svo út að hann sé afar fróður um stríð og frið, her og Herrann sjálfan. Til þess að viðhalda þessari ímynd skrifar hann reglulega um þessi efni. Í miðopnu […]

Úlfar Þormóðsson 25/08/2017 Meira →
Ómæli

Ómæli

  Hvað sem menn vilja segja um Moggann verður því ekki á móti mælt að yfirleitt er hann skrifaður á góðri íslensku.. Þess vegna hefur sjálfsagt mörgum brugðið í brún sem lásu þetta á mbl.is í morgun, 23.08.´17:   Þróttmeiri spurn eftir vinnuafli “Þrátt fyr­ir að at­vinnuþátt­taka á öðrum árs­fjórðungi hafi verið lægri en á fjórðungn­um […]

Úlfar Þormóðsson 23/08/2017 Meira →
0,523