Úlfar Þormóðsson

Úlfar Þormóðsson

rss feed

Hvílíkt og annað eins

Hvílíkt og annað eins

Konur ganga út af vinnustöðum fyrir lok vinnudags og verkalýðurinn heimtar hærri laun en hægt er að borga. Það er allt á hverfanda hveli. Lýðræðið riðar til falls. Þetta sjá allir. En þeir eru fáir sem hafa kjark til þess að segja allt sem er í þessum efnum. Sem betur fer eigum við þó ennþá […]

Úlfar Þormóðsson 24/10/2018 Meira →
Frelsið, maður!

Frelsið, maður!

Það er erfitt að fást við frelsið. Það leitar um allt. Því það eru margir sem flíka því. Búa til slagorð um það og bjóða sig fram til þess að berjast fyrir því. Tala um frelsishugsjón, hafa hátt og fara mikinn. Og stundum fæst fram brot af því, frelsinu. Næstum því. Það má segja nást […]

Úlfar Þormóðsson 15/10/2018 Meira →
Átfrekja

Átfrekja

„Hvað gerist á leiðinni frá skipi og inn í fiskvinnslu sem eykur verðmæti aflans um 156 milljarða á tímabilinu? Getur hugsast að verið sé að svína á hlut sjómanna á enn einni vígstöðinni og þá um leið á samfélaginu í heild sinni?“ Þannig spyr Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur í athugasemd við frumvarp atvinnuveganefndar […]

Úlfar Þormóðsson 01/10/2018 Meira →
Hófsemi

Hófsemi

Ríkisútvarpið skýrði frá því í morgunfréttum (26.09.´18) að stéttarfélagið Framsýn vilji “að lágmarkslaun verði 375.000 krónur á mánuði fyrir fullt starf.“ Þetta er kaupkrafan fyrir kjaraviðræðurnar framundan”. Félagið vill að samið verði um “krónutöluhækkanir, styttingu vinnuvikunnar og að 80 prósent vaktavinna teljist sem fullt starf,“ segir og í fréttinni.  Unnið hefur verið að kröfugerðinni undanfarna […]

Úlfar Þormóðsson 26/09/2018 Meira →
Gáski

Gáski

Það er ljóst að gáski hefur gripið mann og annan í hinni rysjóttu tíð liðinna daga og vikna. Björn Bjarnason, talsmaður hernaðarhyggju gerir athyglisverða tilraun til þess að vera skemmtilegur og skrifar í því skyni pistil um herstöðvaandstæðinga og peningaþvætti. Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi alþingismaðaur skrifar grein um traust í Fréttablaðið. Eftir þokukennda greiningu á trausti […]

Úlfar Þormóðsson 24/09/2018 Meira →
Í meðvitundarleysi gleðinnar

Í meðvitundarleysi gleðinnar

Björn Bjarnason, fyrrverandi eitt og annað, er glaður.

Úlfar Þormóðsson 21/09/2018 Meira →
Afsakið, hlé!

Afsakið, hlé!

Félagi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vg, hefur misst tiltrú mína á stuttum tíma.

Úlfar Þormóðsson 12/09/2018 Meira →
Eigi að síður

Eigi að síður

  Ég er þyrstur eins og Kristur forðum, hvar hann gisti hátt í tré hafandi lyst á edike.  (Úr Jesúrímum.) Gærdagurinn var mér mótdrægur á margan hátt. Ég var hryggur þegar ég gekk út í bjarta sumarnóttina. Hún var mild og reyndist græðandi. Svo rann upp nýr dagur. Hann var grár. Hann er hráslagalegur. Ennþá. […]

Úlfar Þormóðsson 27/05/2018 Meira →
Endurvinnsla

Endurvinnsla

Það eru margar skoðanir á því hvernig kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefur verið. “Dauf”, segir einn, “leiðinleg”, kveður annar, delluumræða skrifar nafnlaus staksteinahöfundur í Morgunblaði dagsins.   En það eru nú ekki bara deyfð, leiðindi og della í kosningabaráttunni. Hér eru tvö dæmi um annað. “Við skulum gera þetta saman,” hefur BYKO auglýst mánuðum árum saman í […]

Úlfar Þormóðsson 24/05/2018 Meira →
Snilldin mesta

Snilldin mesta

  Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda í Reykjavík heitir hann því að láta ráðast í lagningu Sundabrautar. Þá ætlar flokkurinn, undir forystu Eyþórs Laxdal Arnalds, að láta undirbyggja ný íbúðahverfi á Keldnalandi, annað á landfyllingum við Grandann og enn eitt í Örfirsey. Allt þetta og mikið meira á að gera. En á þessu er einn […]

Úlfar Þormóðsson 17/05/2018 Meira →
Leikhús

Leikhús

Það er stríð í Þjóðleikhúsinu. Stríð. Leikverk, tónlist, sviðsmynd. Mætti heita leiktónverk eða tónleikverk fyrir svið. Hrífandi leikur. Töfrar. Ragnar Helgi Ólafsson, skáld og myndlistamaður skrifar um verkið í sýningarskrá. Það er áhætta fólgin í að fjalla um svo margslungið listaverk sem þetta. En það tókst ágætum eins og hvaðeina sem Stríð varðar. Þetta er […]

Úlfar Þormóðsson 16/05/2018 Meira →
Stöðugt ístöðuleysi

Stöðugt ístöðuleysi

Í dag, 14. maí 2018, birtast tvær flakkarasögur í mbl.is. Á annarri er hörkuleg fyrirsögn, Fjandsamleg yfirtaka.  Þar er sagt frá því að 17 einstaklingar hafa flutt lögheimili sín í Árneshrepp á Ströndum. Þykir augljóst að þeir geri það til að taka þátt í byggðakosningum þar seinna í mánuðinum, en í hreppnum er hart tekist […]

Úlfar Þormóðsson 14/05/2018 Meira →
0,741