Úlfar Þormóðsson

Úlfar Þormóðsson

rss feed

Kjánagangur

Kjánagangur

Viðskiptalífið gengur fyrir auglýsingum. Íslandsbanki er að keppa eftir nýjum viðskiptavinum með því að slá sig til riddara með uppátæki sem nefnist “Meistaramánuður Íslandsbanka” og auglýsir í blöðum til þess að búa til falska ímynd af sér; fá fólk til þess að trúa því að Íslandsbanki sé eitthvað annað en peningastofnun? Óhjákvæmilega vakna spurningar vegna […]

Úlfar Þormóðsson 16/02/2018 Meira →
Þegar vonin ein er eftir

Þegar vonin ein er eftir

Við sem ætlumst til þess að pólitík sé stunduð af heilindum komumst oft í hann krappan þegar við erum að verja gerðir stjórnmálamanna sem oft eiga ekki upp á pallborðið hjá almenningi. Í hvert sinn sem fréttir af launamálum þeirra skolar óvart upp á yfirborðið glymja úr hverju skoti gömlu orðhenglarnir: Þeir skara bara eld […]

Úlfar Þormóðsson 13/02/2018 Meira →
Ja hjarna hér!

Ja hjarna hér!

Einn fjölbreyttasti vinnustaður landsins er fyrirsögn á tilvísunarfrétt í mbl.is. Texti hennar hljóðar svona: SAMSTARF  Bláa lónið hóf ný­verið að aug­lýsa eft­ir starfs­fólki í marg­vís­leg störf enda með fjöl­breytt­ari vinnu­stöðum lands­ins bæði hvað varðar störf og … Meira Þessi tilvísun hefur líklega staðið á forsíðu mbl.is á þriðja sólarhring þegar þetta er skrifað (kl. 17:55 […]

Úlfar Þormóðsson 09/02/2018 Meira →
Hvar er fíflið í stofunni?

Hvar er fíflið í stofunni?

“Fíllinn í stofunni er Ríkisútvarpið”, sagði Óli Björn Kárason, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í þingræðu á dögunum og endurtekur það í dag (31.01.´18) í grein í “frjálsa” fjölmiðlinum Morgunblaðinu þar sem hann er enn og aftur að fjalla um rekstrarvanda “frjálsra” fjölmiðla og lýsa þeirri ímyndun sínum að vandi þeirra stafi af styrk Ríkisútvarpsins. Það er einkenni […]

Úlfar Þormóðsson 31/01/2018 Meira →
Óráðin fjegur

Óráðin fjegur

Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla skilaði af sér 70 blaðsíðna skýrslu. Hana hefur höfundur þessa pistils ekki lesið, aðeins niðurstöður nefndarmanna, sjöliða tillögur. Þrjár þeirra má telja þess virði að hrinda beri þeim fram; lækkun virðisaukaskatts á afurðir rafrænna miðla, endurgreiðslu á hluta kostnaðar við textagerð og talsetningar, og gagnsæi við kaup hins opinbera á […]

Úlfar Þormóðsson 26/01/2018 Meira →
Flugumaður

Flugumaður

Formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur hefur sérkennilega sýn á verkalýðsmál. Hann stendur í sífelldu ati við einstaka forystumenn Alþýðusambands Íslands og lýsir þá, í öllum þeim fjölmiðlum sem hann hefur aðgang að, vanhæfa til starfa. Í stað þess setjast niður með þeim og ræða við þá um ágreiningsefnin gerir hann hróp að þeim. Í stað þess að […]

Úlfar Þormóðsson 22/01/2018 Meira →
Andríki

Andríki

Það horfir aldeilis vel fyrir Sjálfstæðisflokknum í komandi borgarstjórnarkosningum. Það er ekki eingöngu vegna þess vaska hóps sem býður sig fram til þess að leiða lista flokksins. Þar kemur annað til og ekki síðra; hugmyndafræðingarnir. Þar er hún Gunna á nýju skónum svo eftir er tekið; tveir fallkandidatar úr borgarstjóraslag, Björn Bjarnason fyrrverandi þetta og […]

Úlfar Þormóðsson 15/01/2018 Meira →
Ystingur

Ystingur

Málfrelsi í Natólöndum er í hættu. Nægir að nefna Bandaríkin, Tyrkland og Ísland. Forseti Bandaríkjanna hótar rithöfundi málsókn og heimtar  lögbann á bók hans. Forseti Tyrklands bannar útvarp, sjónvarp, dagblöð og netmiðla þar sem skýrt er frá annarri lífsskoðun en hann hefur. Þrotabú, kröfuhafar, banki eða hvað kalla á fyrirbærið hefur látið leggja lögbann á […]

Úlfar Þormóðsson 06/01/2018 Meira →
Á grunnslóð

Á grunnslóð

Í gær, 27. 12.´17, birtir fjölmiðla- og alþingismaðurinn Óli Björn Kárason grein í Mogga. Hún er arfavitlaus og því vel þess virði að lesa hana. Við sem þekkjum til fjölmiðlastarfs Óla Björns vitum að hann rær á grunnmið flestum stundum. Þeir sem ekki þekkja til geta fræðst um hann með því að lesa greinar hans […]

Úlfar Þormóðsson 28/12/2017 Meira →
Guðlast

Guðlast

Flugvirkjar fóru í verkfall og höfðu lítið út úr því annað en laskaða æru og aðkast margra. Biskup Íslands skrifaði bréf, féll á bæn. Fimm mánuðum síðar fékk hann nokkur hundurð þúsunda króna hækkun mánaðarlauna fyrir sig og alla prestahjörðina og rúmlega þriggja miljón króna bætur handa sjálfum sér fyrir að hafa haft of lág […]

Úlfar Þormóðsson 20/12/2017 Meira →
Gorgeir

Gorgeir

Flugvirkjar eiga í launadeilum við Icelandair og eru komnir í verkfall þegar þetta er skrifað. Hvarvetna virðist deilunni stillt upp þannig að flugvirkjar séu að stefna heilli atvinnugrein í voða, ferðamennskunni; verkfallið sé þeim að kenna, ekki flugfélaginu. Talsmaður (SA) Samtaka atvinnulífsins (vonarstjarna afturhaldssamasta arms Sjálfstæðisflokksins til flokksformanns) hefur talað mikið, hratt og hátt um […]

Úlfar Þormóðsson 18/12/2017 Meira →
Þrælslund

Þrælslund

Íslensk utanríkisstefna hefur alla tíð einkennst að þrælslund. Á lýðveldistímanum hefur hún jafnan verið bergmál af stefnu Bandaríkjanna. Í stól utanríkisráðherra hafa nær undantekningarlaust setið ósjálfstæðir og óttaslegnir kallar sem kyngt hafa hverju því sem Kaninn hefur boðið, bauð og býður. Þessa dagana er verið að ala á ótta hræddu karlanna með sögum, sönnum og […]

Úlfar Þormóðsson 17/12/2017 Meira →
0,530