Jean-Rémi Chareyre

Jean-Rémi Chareyre

rss feed

Je suis Robert Spencer

Je suis Robert Spencer

Fordómar hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda. Ýmsir minnihlutahópar hafa verið skotmörk þeirra og sætt ýmis konar mismunun og ofsóknir í gegnum tíðina. En í nútímasamfélaginu hefur einn hópur umfram aðra þurft að glíma við afar sterka fordóma, mismunun og kúgun: Það er gagnrýnandinn. Því við lifum á erfiðum tímum. Einu sinni þótti gagnrýnin hugsun […]

Jean-Rémi Chareyre 16/05/2017 Meira →
Benedikt og kranavatnið – síðari hluti

Benedikt og kranavatnið – síðari hluti

(Myndin tengist greininni óbeint, en samt alveg beint.) Í síðasta pistli mínum fjallaði um áformaðar skattabreytingar Benedikts Jóhannessonar. Pistillinn vakti töluverða athygli, og flestir virtust taka undir þau sjónarmið, sem þar komu fram. Benedikt lætur hins vegar engan bilbug á sig finna, og birtir langa grein í Kjarnanum, þar sem hann færir ítarlegri rök fyrir […]

Jean-Rémi Chareyre 10/05/2017 Meira →
Ferðaþjónustan: vaskurinn og kranavatnið

Ferðaþjónustan: vaskurinn og kranavatnið

Umræðan um ferðaþjónustuna er afskaplega skemmtileg. Nú síðast horfði ég á þáttinn Silfrið með Agli Helgasyni, sem var einmitt tileinkaður þessum málaflokki, og ég get svo svarið það, að afþreyingargildið var með þeim hæsta sem ég hef upplifað. Sú umræða hefur verið nokkurs konar hugmyndasamkeppni, undir yfirskriftinni: „Hvernig getum við grætt meira á ferðamönnum?“ Og […]

Jean-Rémi Chareyre 05/05/2017 Meira →
Er jafnaðarstefnan dauð?

Er jafnaðarstefnan dauð?

1. maí hefur alltaf verið tilefni til fagnaðar, en í dag er rok og rigning í hjörtum jafnaðarmanna. Víða um hinn vestræna heim eru jafnaðarmenn að tapa fylgi. Nú síðast í Frakklandi hlaut frambjóðandi Sósialistaflokksins í forsetakosningum 6 % atkvæða. Nýlega hlaut verkamannaflokkurinn í Hollandi svipuð örlög (5,7%). Jafnaðarmenn í Svíþjóð, sem höfðu aldrei fengið […]

Jean-Rémi Chareyre 01/05/2017 Meira →
Ríkisborgararéttur – próf í verðleikum?

Ríkisborgararéttur – próf í verðleikum?

Síðast skrifaði ég um íslenskuprófið sem ég þurfti að taka hjá Mími Símenntun áður en ég gæti sótt um ríkisborgararétt. Lesendur hafa kannski túlkað lýsinguna þannig, að prófið hafi verið hin besta skemmtun, sem það var að sumu leyti. En sannleikurinn er sá, að mér var alls ekki skemmt. Ekki það að ég hafi eitthvað […]

Jean-Rémi Chareyre 29/11/2016 Meira →
Dagur í lífi nýbúa

Dagur í lífi nýbúa

  Dagurinn í dag var svolítið sérstakur hjá mér. Hann byrjaði á því að ég mætti klukkan níu fyrir utan Mímir Símenntun, Höfðabakka 9. Þar átti ég nefnilega að taka íslenskupróf, sem átti að vera fyrsta skrefið í því ferli sem kallast „umsókn um ríkisborgararétt“. Við vorum um það bil þrjátíu nýbúar, alls staðar að […]

Jean-Rémi Chareyre 28/11/2016 Meira →
Saklaus uns sekt er sönnuð

Saklaus uns sekt er sönnuð

Saklaus uns sekt er sönnuð, segir máltækið. Þetta fannst mér rétt að hafa í huga varðandi Viðreisn. Um þann flokk hafa heyrst alls konar samsæriskenningar síðan hann var stofnaður. Að hann væri „hækja íhaldsins“, að hann væri tilraun til að framlengja pólitískt líf Sjálfstæðisflokksins, og svo framvegis. Og þar sem mér er illa við samsæriskenningar, […]

Jean-Rémi Chareyre 24/11/2016 Meira →
Frekar þann versta, en þann næstbesta.

Frekar þann versta, en þann næstbesta.

Nú er svo komið, að Donald Trump er orðinn forseti Bandaríkjanna. Það er, eðlilega, mikið flissað: „hvernig getur fólk kosið svona manneskju yfir sig?“ Við spyrjum okkur að þessu, vegna þess að við teljum að kjósendur hljóti sjálfkrafa að velja það sem þeim er fyrir bestu. Og þá virðist eina rökrétta niðurstaðan vera þessi: bandarískir […]

Jean-Rémi Chareyre 10/11/2016 Meira →
Hinir fyrstu verða síðastir

Hinir fyrstu verða síðastir

Teningunum hefur verið kastað, nýjir þingmenn raðast inn á þing. Helstu tíðindi úr nýafstöðnum kosningum voru hátt fylgi Sjálfstæðisflokksins og frekar lágt fylgi Pírata, sem höfðu þó verið á pari við Sjálfstæðisflokkinn í mörgum skoðanakönnunum. Slæmt gengi Samfylkingarinnar vakti líka töluverða athygli, en kom í raun ekkert sérstaklega á óvart miðað við kannanir. Fylgi Sjálfstæðisflokksins […]

Jean-Rémi Chareyre 05/11/2016 Meira →
Samfylkingin og Pareto-afturgangan

Samfylkingin og Pareto-afturgangan

Já, ég veit. Enn einn beturvitapistill um Samfylkinguna og fylgistap hennar. En þar er svo freistandi að bera í bakkafullan lækinn, og góður spekingur, sem ég met mikils, sagði einu sinni að besta leiðin til að losna við freistingu, væri að falla fyrir henni. Það hefur reynst mér vel. En nú verður þetta allt öðruvísi, […]

Jean-Rémi Chareyre 21/10/2016 Meira →

Píratar og málamiðlanir

Það er frábært að læra af „reynslu annarra“. Íslendingar eru mjög meðvitaðir um eigin smæð og duglegir að fylgjast með því hvað gerist í nágrannalöndum og læra af því. Það er mjög jákvætt. Hins vegar breytist sú viðleitni stundum í minnimáttarkennd, og það sem menn kalla „læra af reynslu annara“ reynist frekar vera að „herma […]

Jean-Rémi Chareyre 16/10/2016 Meira →
Framsókn og flóðið mikla: við erum öll framsóknarmenn!

Framsókn og flóðið mikla: við erum öll framsóknarmenn!

Framsóknarflokkurinn er í klípu. Formaður flokksins er löngu kominn yfir síðasta söludag, en flokksmenn þrjóskast við og styðja hann sem aldrei fyrr. Sigmundarmálið var fyrst hneyksli, svo varð það að kómískri framhaldssögu, en nú er það orðið að mannlegum harmleik. Og þessi harmleikur minnir mig svolítið á söguna um Frú Martin og sálfræðinginn, en svona […]

Jean-Rémi Chareyre 30/09/2016 Meira →
0,742