
G. Pétur Matthíasson

Þar sem pabbi fæddist
Á ferðum um löndin við Miðjarðarhafið er ekki þverfótað fyrir nokkur þúsund ára gömlum fornminjum. Rómverskar minjar eru um allt. Maður kemur kannski inn í lítið þorp og þar eru leifar af súlum og byggingum á opnu svæði þar sem ferðamaðurinn sest á fallna súlu til að hvíla sig. Á Íslandi eru engar slíkar minjar […]

Skerum niður niðurskurðarstefnuna
Hvernig má það vera að menn ríghalda í stefnur sem eru ekki bara úr sér gengnar heldur hafa aldrei fært okkur nokkuð fram á veg? Hversvegna erum við ekki búin að koma okkur saman um að frjálshyggjan er gersamlega ónothæf? Það var á sínum tíma býsna auðvelt fyrir þau Thatcher og Reagan að búa til […]

Svigrúmið — til hvers dugar það?
Það er erfitt að átta sig á þessu svigrúmi sem samkomulagið við kröfuhafa gömlu bankanna og þrotabúin hefur skapað. Hvað felst í þessu. Þetta eru engar smá upphæðir. Eru menn ekki að tala um 500 til 850 milljarða króna? Bara talan er óskiljanleg fyrir venjulegt fólk. Alveg jafn óskiljanleg og 7-8000 milljarðar króna sem útlendingar […]

1. maí; sumt er svo eðlilegt
Það er baráttudagur launafólks og það er eðlilegt að fólk fjölmenni í kröfugönguna í ár. Það er alveg skiljanlegt að sjaldan hafi jafnmargir sést í kröfugöngu. Framferði stjórnvalda er þannig, framferði kvótagreifa og auðmanna er þannig og síendurtekin aukning ójafnaðar kallar á sterk viðbrögð. Þau mættu reyndar vera miklu sterkari. Það er sagt vera forgangsmál […]

Enginn bilbugur á átta þúsundum
Það var verulega góð stemming á Austurvelli á heldur nöprum sunnudegi. Það var hiti í ræðumönnunum fjórum þótt vissulega finndist þeim og okkur hinum líka að það væri búið að flytja þessar ræður allar áður. Niðurstaðan eiginlega sú, að þrátt fyrir allt, sé rétt að minna stjórnvöld á það enn og einu sinni að Ísland […]

Skemmdarverk ríkisstjórnar
Hvað á að kalla ríkisstjórn sem hundsar Alþingi, sem gengur þvert á meirihlutavilja þjóðarinnar, sem hefur margsinnis verið mældur? Hvað á að kalla ríkisstjórn sem vinnur skemmdarverk á framtíðarhagsmunum Íslands? Hvað á að kalla ríkisstjórn sem fer á bak við Alþingi, utanríkismálanefnd Alþingis, á bak við íslensku þjóðina? Ríkisstjórn sem einu sinni hefur reynt að […]

Furðulegt hátterni landans
Það er nú varla í frásögur færandi að hafa komið yfir Hellisheiði að austan á laugardaginn var. Vorum í átta ára afmæli á Hvolsvelli og heimsóttum systur mína á Selfossi. Skilaði reyndar 88 ára gömlum foreldrum mínum til systur minnar sem dvöldu þar í yfirlæti góðu meðan við Katla renndum á Hvols. Komum aftur á […]

Frekar vondaufar þúsundir
Ætli það hafi ekki verið langleiðina í 3000 manns á Austurvelli í dag, færri en fyrir viku en við því var alveg að búast. Það er ekki auðvelt að fá fólk til að mótmæla viku eftir viku. Vegna þess að fólk sér ekki árangurinn, stjórnmálamönnunum dettur ekki í hug að virða það sem við erum […]

Kurteisa syngjandi fólkið
Mótmælin á Austurvelli í dag voru mótmæli hinna kurteisu og syngjandi. Þau voru ekki minna áhrifamikil fyrir vikið. Auðvitað fæst ekkert frekar með hávaða og látum og alls ekkert með ofbeldi, þvert á móti reyndar. En hræddur er maður um að lítið sé hlustað, hvorki á kurteisina né á ópin. Dæmin svo sem sanna að […]

Einkennileg tík þessi pólitík
Hún er skrítin tík þessi pólitík. Nú tala menn mikið um hagræðingu hjá hinu opinbera og að það þurfi að tálga innan úr hinni og þessari stofnuninni. Einsog það sé ekki nóg að opinberum starfsmönnum hafi fækkað um tæp 11 prósent á sex árum á sama tíma og verkefnunum hefur fjölgað. Þá upplýsist það að […]

Verjast þarf flótta með bættum kjörum
Baráttan um Ísland snýst ekki um landsbyggðina vs. höfuðborgarsvæðið. Það sést svo greinilega þessa dagana. Þeir sem hafa menntun sem auðveldlega nýtist erlendis eru í allt annari stöðu en við hin. Þau geta bara farið þegar þeim lystir eða þegar þannig árar. Og þótt marga lysti að vera hér, eða koma heim að námi loknu, […]

Breiðu bökin í matvörubúðunum
Hallinn á ríkissjóði strax eftir hrun nam um 200 milljörðum króna en hallinn lækkaði nokkuð skart eftir það og nýjustu tölur (nýrri en sjást hér á línuritinu frá Datamarket) sýna að hallinn varð enginn árið 2013 eða nánast enginn (sést í nyjasta ríkisreikningnum). En þetta er bara ein breyta í allri jöfnunni sem er Ísland. […]