
Arnaldur Sigurðarson
Ég er nemi við Háskóla Íslands að læra félagsfræði og fjölmiðlafræði. Ég er alþjóðabarn sem ólst upp á Íslandi, Danmörku og Frakklandi. Þegar ég bjó í Frakklandi var ég í breskum, alþjóðlegum skóla þar sem ég kynntist börnum og hugmyndum frá mörgum mismunandi og ólíkum löndum. Frá því að ég var barn hef ég verið mikill vísindanörd. Ég kynntist internetinu 1995 og hef varla hætt að nota netið síðan. Ég bauð mig fram á lista Pírata í síðastliðnum Alþingiskosningum og var þá í 5. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Einnig sit ég í stjórn Young Pirates of Europe. Á síðasta ári tók ég það að mér að vera frambjóðandi til borgarstjórnarkosninga fyrir hönd Pírata og var þar í 4. sæti. Í kjölfarið tók ég við sæti sem áheyrnarfulltrúi í skóla- og frístundaráði.
Berjumst gegn hatri með tjáningarfrelsi
Nýtt ár er gengið í garð og nýjar áskoranir eru strax farnar að berast sem þarf að takast á við. Það var svo sem við því að búast að nýr slagur um tjáningarfrelsi myndi hefjast en það hefur vísast komið mörgum í opna skjöldu hvernig sá slagur hófst. Mér er mjög annt um Frakkland. Um […]
Veraldlegri jól takk
Það hefur lengi tíðkast hjá flestum vestrænum þjóðum að halda trúmálum og hinu opinbera aðskildum. Svo virðist sem að Evrópa verði stöðugt veraldlegri með árunum og fátt virðist hægja á þeirri þróun. Íslendingar hafa að mörgu leyti fylgt þessari þróun eftir enda eykst sá fjöldi sem skráir sig úr þjóðkirkjunni á hverju ári. Ólíkt því […]
Höfundarréttur og þungarokk
Ég hef síðan að ég var unglingur verið mikill þungarokksaðdáandi og get kallað mig sannan málmhaus. Það hefur verið mjög spennandi að fylgjast með þróun tónlistarinnar víðsvegar um heim. Þetta er tónlist sem heyrist ekki oft í útvarpinu og finnst sumum hún vera hin mestu óhljóð. Ég uppgötvaði þessa tegund tónlistar á svipuðum tíma og […]
Jæja Hanna Birna
Eftir að hafa margoft sagt að það hafi enginn leki átt sér stað úr ráðuneyti hennar. Eftir að hafa ítrekað við almenning og Alþingi aftur og aftur að engin sambærileg gögn væru til í ráðuneytinu. Eftir að hafa ásakað fjölmarga gagnrýnendur um einelti og spuna. Eftir að hafa lýst yfir stuðningi við Gísla Frey Valdórssyni […]
Friðarverðlaun Nóbels skortir kjark
Í dag var tilkynnt hverjir fá friðarverðlaun Nóbels í ár. Það eru þau Malala Yousafzai og Kailash Satyarti. Vissulega er það sem þau hafa gert aðdáunarvert og eiga þau sannarlega stórt hrós skilið fyrir baráttu sína fyrir friði. Saga Malala Yousafzai er sérstaklega aðdáunarverð í ljósi þess að hún berst fyrir menntun kvenna í Pakistan […]
Ég lýsi hér með yfir stríði gegn jólunum
Því hefur lengi verið haldið fram, þá sérstaklega í fjölmiðlum vestanhafs, að veraldlega sinnað fólk hái stríð gegn jólunum sem verði verra og verra með hverju ári. En hver gæti verið skýringin á því að við sem erum í veraldlegri kantinum séum orðin meira en svolítið þreytt á „kristnu” jólahátíðinni? Ég hef oft verið kallaður […]
Virðingarskylda fyrir Alþingi
Alþingi hefur nú störf á ný eftir allt of langt sumarfrí. Venju samkvæmt mun það koma saman í þeirri snobbsamkomu sem er ganga þingmanna í kirkju. Í því ljósi er þess vert að ræða aðeins fyrirbærið sem er virðing fyrir Alþingi. Það heyrist oft að fólki beri að bera virðingu fyrir Alþingi. Sumum þykir sjálfsagt […]
Betri Reykjavík getur verið mun betri
Síður eins og Betri Reykjavík, Betri Hafnarfjörður og jafnvel Betra Ísland eru stærstu skrefin sem íslendingar hafa tekið í átt að beinna lýðræði. Þessi þróun hefur almennt séð verið mjög jákvæð og gefið hinum almenna borgara meira vægi í stjórnsýslunni. Þegar maður sest hinum megin við borðið í stjórnsýslunni, öðlast maður gjarnan nýja sýn á […]
Lekamálið snýst ekki lengur um lekann
Man einhver ennþá eftir því að lekamálið snérist upprunalega um Tony Omos, sem var vísað úr landi þrátt fyrir að eiga von á barni? Málið verður sífellt lengra og flóknara og því stundum erfitt að átta sig á því hvað þetta snýst allt saman um. Þegar skjal með viðkvæmum persónuupplýsingum lak úr Innanríkisráðuneytinu hélt Hanna […]
Klisjukendir fasistatilburðir…eða ekki?
Nú eru nokkrar vikur liðnar frá kosningum og ég hef gefið mér dágóðan tíma til þess að melta niðurstöðurnar. Af sjálfsögðu er ég mjög ánægður með að hafa fengið okkar mann, Halldór Auðar Svansson, inn í borgarstjórn. Hann er þegar búinn að gera margt gott fyrir Pírata, þar á meðal að koma okkur í meirihlutasamstarf, […]

Hræðsla, lýðskrum og lýðræði
Sveitarstjórnarkosningarnar 2014 snúast ekki bara um hefðbundin borgar- eða bæjarmál. Þau snúast ekki síst um það hvort lýðræðisbreytingar síðustu ára haldi áfram að vaxa og þróast, eða hvort við veljum yfir okkur fyrri húsbændur af ótta við að djöfullinn sem við þekkjum sé skárri en sá sem við þekkjum ekki. Slíkt val heitir með réttu […]
Hugmyndafræði í stað langs lista stefnumála
Nú hafa margir eflaust tekið eftir því að Píratar í Reykjavík eru ekki beint með langan lista af stefnumálum fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Það sem við höfum kannski ekki verið nógu dugleg við að kynna undanfarið er það hvers vegna við höfum þetta svona. Við hefðum auðveldlega getað ályktað um allt milli himins og jarðar út […]