Efst á baugi

Hófsemi
Ríkisútvarpið skýrði frá því í morgunfréttum (26.09.´18) að stéttarfélagið Framsýn vilji “að lágmarkslaun verði 375.000 krónur á mánuði fyrir fullt starf.“ Þetta er kaupkrafan fyrir kjaraviðræðurnar framundan”. Félagið vill að samið verði um “krónutöluhækkanir, styttingu vinnuvikunnar og að 80 prósent vaktavinna teljist sem fullt starf,“ segir og í fréttinni. Unnið hefur verið að kröfugerðinni undanfarna […]

Gáski
Það er ljóst að gáski hefur gripið mann og annan í hinni rysjóttu tíð liðinna daga og vikna. Björn Bjarnason, talsmaður hernaðarhyggju gerir athyglisverða tilraun til þess að vera skemmtilegur og skrifar í því skyni pistil um herstöðvaandstæðinga og peningaþvætti. Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi alþingismaðaur skrifar grein um traust í Fréttablaðið. Eftir þokukennda greiningu á trausti […]

Lögbrjótar útkljá mál fyrir dómi
Nokkuð reglubundið berast fréttir af uppgjöri glæpagengja einhversstaðar í útlöndum og þá liggja yfirleitt einhverjir í valnum eftir skotbardaga. Þannig virðast glæpamenn leysa deilumál sín víðasthvar í heiminum. Sennilega er það bara á Íslandi, sem afbrotamenn geta leitað kurteislega til dómstóla þegar þá greinir á. Vísir birti nýlega frétt um að héraðsdómur Reykjavíkur hefði vísað […]

Afsakið, hlé!
Félagi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vg, hefur misst tiltrú mína á stuttum tíma.

Eigi að síður
Ég er þyrstur eins og Kristur forðum, hvar hann gisti hátt í tré hafandi lyst á edike. (Úr Jesúrímum.) Gærdagurinn var mér mótdrægur á margan hátt. Ég var hryggur þegar ég gekk út í bjarta sumarnóttina. Hún var mild og reyndist græðandi. Svo rann upp nýr dagur. Hann var grár. Hann er hráslagalegur. Ennþá. […]

Endurvinnsla
Það eru margar skoðanir á því hvernig kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefur verið. “Dauf”, segir einn, “leiðinleg”, kveður annar, delluumræða skrifar nafnlaus staksteinahöfundur í Morgunblaði dagsins. En það eru nú ekki bara deyfð, leiðindi og della í kosningabaráttunni. Hér eru tvö dæmi um annað. “Við skulum gera þetta saman,” hefur BYKO auglýst mánuðum árum saman í […]

Snilldin mesta
Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda í Reykjavík heitir hann því að láta ráðast í lagningu Sundabrautar. Þá ætlar flokkurinn, undir forystu Eyþórs Laxdal Arnalds, að láta undirbyggja ný íbúðahverfi á Keldnalandi, annað á landfyllingum við Grandann og enn eitt í Örfirsey. Allt þetta og mikið meira á að gera. En á þessu er einn […]

Leikhús
Það er stríð í Þjóðleikhúsinu. Stríð. Leikverk, tónlist, sviðsmynd. Mætti heita leiktónverk eða tónleikverk fyrir svið. Hrífandi leikur. Töfrar. Ragnar Helgi Ólafsson, skáld og myndlistamaður skrifar um verkið í sýningarskrá. Það er áhætta fólgin í að fjalla um svo margslungið listaverk sem þetta. En það tókst ágætum eins og hvaðeina sem Stríð varðar. Þetta er […]

Stöðugt ístöðuleysi
Í dag, 14. maí 2018, birtast tvær flakkarasögur í mbl.is. Á annarri er hörkuleg fyrirsögn, Fjandsamleg yfirtaka. Þar er sagt frá því að 17 einstaklingar hafa flutt lögheimili sín í Árneshrepp á Ströndum. Þykir augljóst að þeir geri það til að taka þátt í byggðakosningum þar seinna í mánuðinum, en í hreppnum er hart tekist […]

Slembival
Gústaf Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifaði athyglisverða grein í Kjarnann 12.05.´18. Hann ræðir um hættuna sem lýðræðinu stafar af áhugaleysi almennings á þátttöku í stjórnmálum og mikilvægi þess að snúa þeirri þróun við. Hann viðrar róttæka hugmynd til þess að bæta hér úr og nefnir hana slembival. Það er gott nafn og gagnsætt, merkir að “velja […]

Glamur
Fjöldreifing á Morgunblaðinu stendur yfir þessa dagana. Það dregur að kosningum og eigendum blaðsins (ma. Eyþóri Arnalds) ber skylda til að opna frambjóðendum sínum (ma. Eyþóri Arnalds) leið að kjósendum. Þetta er skiljanlegt út frá hagsmunum þeirra sem að málinu koma. Í blaði dagsins (10.05.2018) kennir margra grasa. Þar er ma. grein eftir frambjóðandann, eiganda […]