Úlfar Þormóðsson 27/05/2018

Eigi að síður

 

Ég er þyrstur eins og Kristur forðum,

hvar hann gisti hátt í tré

hafandi lyst á edike. 

(Úr Jesúrímum.)

Gærdagurinn var mér mótdrægur á margan hátt. Ég var hryggur þegar ég gekk út í bjarta sumarnóttina. Hún var mild og reyndist græðandi.

Svo rann upp nýr dagur. Hann var grár. Hann er hráslagalegur. Ennþá. En það mun rofa til. Og hlýna.

Flokkun : Efst á baugi
0,649