trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 13/05/2018

Slembival

Gústaf Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifaði athyglisverða grein í Kjarnann 12.05.´18. Hann ræðir um hættuna sem lýðræðinu stafar af áhugaleysi almennings á þátttöku í stjórnmálum og mikilvægi þess að snúa þeirri þróun við.

Hann viðrar róttæka hugmynd til þess að bæta hér úr og nefnir hana slembival. Það er gott nafn og gagnsætt, merkir að “velja af handa­hófi venju­legt fólk eins og mig og þig til þess að taka þátt í opin­berum störf­um”, segir greinarhöfundur.

Höfundur nefnir að helstu rökin gegn slembivali séu að með því sé ekki víst að hæft fólk fáist  til starfa. Í kjölfarið segir hann að slembival hafi verið viðhaft á að minnsta kosti þremur stöðum í heiminum og “virð­ist gefa allt annað til kynna. Og við skulum ekki gleyma að hefð­bundnar kosn­ingar hafa heldur ekki verið nein trygg­ing. Valda­sjúkt fólk og fáfróðir frama­gosar með mik­il­mennsku­brjál­æði hafa oftar en einu sinni kom­ist til áhrifa í kosn­ing­um. Síð­ustu for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­unum eru auð­vitað nær­tækt dæmi.”

Þá minnir hann á að við völdum fólk til setu á þjóð­fund­um 2009 og 2010 með slembivali. Þangað fór margt hæfileikafólk og var almenn ánægja aðferðina og árangurinn.

“Slembivalið er óplægður akur þegar kemur að því að virkja lýð­ræð­ið, að tengja fleiri borg­ara við stjórn­kerfið og ákvörð­un­ar­töku, að dreifa vald­inu og tryggja að sem flestar raddir fái að heyr­ast,” segir greinarhöfundur og bætir við: “Lýð­ræðið er aug­ljós­lega í krísu. Rót­tæk­asta lausnin á þeirri krísu er að virkja fólk, almenn­ing, til beinnar þátt­töku í ákvarð­ana­töku.”

Hér er sannarlega róttæk hugmynd á ferð og ástæða til þess að hvetja til umræðu um mótun hennar. Ef vel tekst til gætu stjórnmálin hrint henni í framkvæmd fyrr en seinna.  

 

Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,315