Úlfar Þormóðsson
Háflug
Margur var farinn að halda að framsóknarmenn væru algjör letiblóð; formaður þingflokksins nennir ekki að halda lífi í Ríkisútvarpinu og forsætisráðherra og formaður flokksins nennir ekki að sitja þingfundi. En þetta er bara alls ekki rétt. Lítið á þetta: Í maí síðast liðnum skipaði forsætisráðherra fimm manna nefnd, Landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra. Þetta er […]
Mismunun
Í vandræðagangi sínum með náttúrupassann hefur ráðherra ferðamála gripið til þess ráðs að fullyrða að Íslendingar verði að kaupa passa eins og útlendingar því að það megi ekki mismuna fólki. Þetta hlýtur að eiga við það, að hérlendis megi ekki mismuna fólki annars staðar að, til dæmis íbúum Evrópska efnahagssvæðisins, því sífellt er verið […]
Þrenna
Sigmundur Davíð er með sömu einkenni og Ólafur Ragnar; stokkbólginn af sjálfsáliti telur hann sig vera meiri en hann er. Vegna þess sem hér fer á eftir er rétt að minna á að hann er fyrsti þingmaður norðausturkjördæmis með lögheimili á eyðibýli. Ekki kóngur í höll. Stundum heimsækir Sigmundur kjördæmið. Einhvern tíma í […]
Grunnstoð
Það efast fáir um gildi Ríkisútvarpsins. En þeir eru háværir sem það gera og „fara með þrugl og þylja skæting“ svo vitnað sé til orða Haralds Bessasonar í ágætisbókinni Bréf til Brands. Í ónotaliðið er nú kominn fremstur í flokk nýkjörinn aðalritari Sjálfstæðisflokksins og dýrasti þingmaður þjóðarinnar. Menningarlegt hlutverk Ríkisútvarpsins er ótvírætt. Nægir […]
Leyndarmál
Kona er sest í ríkisstjórn. Hún er hæf og með reynslu af lífinu þó svo að hún sé að mestu fengin frá „betri“ heimilum. Ég óska henni velfarnaðar í lífi og starfi. — Sumir þurfa að gera allt í leynum þó að þeir þrái það heitast af öllu að vera opinberir. Sýnilegar. Umtalaðir. En […]
Spellvirkjar
Það eru sjálfsagt ærið margir sem furða sig á því hversvegna hlutirnir ganga fyrir sig með þeim hætti sem þeir gera. Húsnæði Landsspítalans er látið grotna niður, nauðsynleg lyf eru ekki alltaf tiltæk þegar þörf er á og starfsfólk sjúkrahúsanna er útkeyrt og svo láglaunað að það flýr land til þess að geta stundað […]
Einkavinavæðing
Við ætlum að setja einn miljarð til viðbótar í Landsspítalann, segja ráðherrarnir glaðir og brosa til okkar. Brosið er tilefnislaust því vandinn er slíkur að spítalinn þarf fjóra miljarða til þess eins að halda í horfinu. Og heilbrigðiskerfið í heild þarfnast allt að níu miljörðum meira en það fær til þess að ekki dragi […]
Siðblinda
Á fundi framsóknarmanna á Höfn í Hornafirði um helgina vitnaði forsætisráðherra í rannsókn Guðbjartar Guðjónsdóttur á högum Íslendinga sem flust hafa til Noregs á síðastliðnum árum og ástæður þess að þeir fluttu. Það … sem vakti sérstaka athygli var hversu margir fóru vegna þess að það var orðið svo leiðinlegt og þrúgandi andrúmsloft á […]
Bomban
Innanríkisráðherra ætlaði að gera allt vitlaust vegna aðfarar vondra manna að honum (henni). Hann (hún) taldi að það væri árangursríkast fyrir sig að lauma handsprengju í hreiður ríkisstjórnarinnar. Hann (hún) tók pinnann úr og læddist síðan út um bakdyrnar. Hann (hún) tók feil á vopnum. Þetta var reykbomba og þegar búið var að ræsta […]
Viðvörun
Þingmenn Framsóknarflokksins ráða sér ekki fyrir kæti þessa dagana. Kátínan brýst út með þeim hætti að þeir taka sig saman tveir og þrír og undirrita verksmiðjuframleiddar greinar um ágæti skuldaniðurfærslunnar og birta í blöðum. Þeir sem ekki eru í Framsókn og lesa framleiðsluna sjá strax að hún er froða. Á meðan þingmennirnir gleyma sér […]
Verðandi
Það er ömurlegt að horfa upp á félaga sinn veslast upp og morna inn í sjálfan sig. Ekki síst þegar það tekur mörg ár. Og allan þann tíma elur maður með sér þá von að hann muni hjarna við. Ögmundur Jónasson alþingismaður átti marga góða spretti í pólitík lengi framan af stjórnmálaferli sínum. Hann […]
Hrossakaup
Það var heitara á Austurvelli nú síðdegis en á fyrri fundum Jæja-mótmælanna. Mönnum mæltist vel og hátalarakerfið var í lagi. Þó að full mikið sé sagt að kviknað hafi í fólki er alveg ljóst að það fóru neistar um völlinn. Aðstandendum mótmælanna hafi vaxið fiskur um hrygg. Það er ánægjulegt. Það vekur vonir um […]