trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 23/11/2014

Siðblinda

 

Á fundi framsóknarmanna á Höfn í Hornafirði um helgina vitnaði forsætisráðherra í rannsókn Guðbjartar Guðjónsdóttur á högum Íslendinga sem flust hafa til Noregs á síðastliðnum árum og ástæður þess að þeir fluttu. Það … sem vakti sérstaka athygli var hversu margir fóru vegna þess að það var orðið svo leiðinlegt og þrúgandi andrúmsloft á Íslandi. Umræðan væri svo neikvæð og illskeytt.“

sigmundur-david

Þá réðu strandkafteinar Framsóknarflokksins umræðunni. Hún var óþverraleg um flesta hluti og væri fróðlegt að orðtaka ræður þeirra frá þeim tíma. Það er þó ekki hlægt að fara fram á það að nokkur maður geri það. Það er niðurdrepandi.

Nú ræður Framsókn landinu. Og kvartar yfir umræðunni, sem þó er eins og Nýatestamentis-texti miðað við það sem var á þeim dögum sem ofangreind könnun nær til.

Þetta hafði forsæisráðherrann að segja flokksfélögum sínum um umræðu dagsins: „ … þótt umræða um þjóðfé­lags­mál hafi oft verið óbil­gjörn á Íslandi hef­ur hún lík­lega sjald­an eða aldrei náð því marki sem við sjá­um nú. Ill­mælgi, sleggju­dóm­ar og niðurrifstal hef­ur aldrei átt jafn­greiða leið að al­mennri umræðu og nú. … Það get­ur haft raun­veru­leg og mjög nei­kvæð áhrif fyr­ir sam­fé­lagið.“

Ráðherrann fullyrti að hinir umtalsillu væru meðal annars þeir sem litu á fall fjár­mála­kerf­is­ins, banka­hrunið, sem staðfest­ingu þess að hug­mynd­in um velferð á Íslandi hefði ekki gengið upp, Ísland væri og hefði alltaf verið von­laust. „Nú, sex árum seinna ótt­ast þeir hins veg­ar að draum­ur­inn um von­lausa Ísland sé að fjara út. Viðbrögðin birt­ast oft sem furðuleg heift og því miður hef­ur þessi heift og nei­kvæðni fengið meiri at­hygli og verið meira ráðandi í umræðunni en eðli­legt, hvað þá æski­legt, get­ur tal­ist.“

(Mynd: DV)

(Mynd: DV)

 

Hvaða fólk er þetta, Sigmundur? Þú verður að nafngreina það. Það jaðrar við að vera þjóðníðingar. Og hvað merkja orð þin, forsætisráðherra, um að þeir, þjóðníðingarnir, fái meira rúm í umræðunni en æski­legt get­ur tal­ist? Ertu að boða ritskoðun á vegum innanríkisráðuneytisins? Er uppástunga borgarfulltrúi flokksins, Sveinbjargar Birnu um að svipta hælisleitendur friðhelgi einkalífs frá þér komin sem fyrsta skrefið gegn tjáningarfrelsinu?Eða var þetta bara grín, framsóknarkímni?

Úlfar Þormóðsson
Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Pistlar
4,620