
Karl Th. Birgisson

Af heiðingjum og bænunum þeirra
Fyrir allmörgum árum átti ég gyðingastúlku að kærustu. Það olli móður minni nokkrum heilabrotum, ég segi ekki hugarangri. Þó bara um stund. Hún kom með mér hingað heim í jólafríi úr háskólanum og við gistum auðvitað heima hjá mömmu. Og sumsé – á svipuðum tíma og við höldum jólin (og höfum gert síðan löngu áður […]

Hægri töff
Stundum er okkur sagt að hægri og vinstri séu úrelt hugtök og ekki nothæf til að skilgreina pólitískar hugmyndir. Það er ekki rétt. Þetta er meðal þess sem skilgreinir ríkisstjórn sem hægri stjórn: Þau lækka veiðigjald á útgerðina þar sem hagnaðurinn lekur út um alla möskva. Þau afnema auðlegðarskattinn og lækka þannig gjöld á stóreignafólk. […]

Það sem er rangt
Ég hef ekki gert neitt rangt, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir. Það er alveg sérdeilis frumlegur málskilningur. Enginn heldur því fram að hún hafi sjálf lekið trúnaðarskjalinu og líklega vissi hún ekkert um lekann fyrr en það var um seinan. Í merkingunni „ólöglegt“ hefur Hanna Birna því ekkert gert rangt. Það er í eftirleiknum – öllu því […]

Hagsmunir og hentistefna
Ég held að ég hafi varla skrifað stafkrók um Árna Þór Sigurðsson síðan haustið 1999. Það var í landsmálablaðið Austurland. Nú er aftur tilefni. Því að stundum er samhengi nauðsynlegt. Snemma árs 1999 tók Árni Þór þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir þingkosningarnar þá um vorið. Hann var gizka ánægður með árangur sinn og sagðist hlakka […]

Því miður
Það er nánast aukaatriði hvers vegna Stefán Eiríksson ákvað að hætta sem lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Jú, víst er það grafalvarlegt ef hann hrökklaðist úr embætti vegna yfirgangs og afskiptasemi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, eins og DV fullyrðir og enginn hefur neitað, ekki einu sinni hann sjálfur afdráttarlaust. Hitt er miklu alvarlegra, að ráðherra lögreglumála hafi kallað […]

Ekki meira, Egill
Mér sýnist full ástæða til að ræða aðeins meira og aftur um hann Egil. Og nei, ég er ekki að tala um Egil Helgason. Ég meina Egil Einarsson, sem ég hef aldrei hitt eða talað við, og þekki þess vegna aðeins af því sem hann lætur frá sér opinberlega. Þar hefur hann búið til persónuna […]

Skáld ástarinnar: Enginn maður hefur elskað heitar en hann í samanlagðri íslenskri ljóðagerð
Enn mega elskendurnir bíða – allt til ársins 1880, að Þórunn lést, 68 ára að aldri. Þá máttu þau Ragnhildur og Páll loksins eigast, þegar hann var 53 ára en hún 37, og til marks um að ástin var ekki farin að kólna milli þeirra er þessi vísa:

Dóttir mín, þjófsnauturinn
Hann Kristján dánlódar bíómyndum sem er svo hægt að horfa á í tölvunni. Ég var að horfa á Frozen í gær með Sólrúnu og Bjarti. Einhvern veginn svona hófst langt samtal sem ég átti við níu ára dóttur mína á leið niður Bankastrætið um daginn. Það var soldið snúið. Nei – reyndar mjög erfitt. Og samtalinu […]

Strætó bs.
Nú er alllangt síðan Strætó ákvað að merkja að því er virðist alla bíla sína með – tjah, hvað ætti eiginlega að kalla það? Merkingunum verður ekki lýst öðruvísi en sem innihalds-, merkingar- og tilgangslausum frösum og orðasúpum. Dæmi: Hoppípolla með blóðnasir. Má bjóða þér grænar baunir? Jagúar og sundlaug. Við dóttir mín höfum á […]

Já, framsóknarmönnum líður illa
Hversu margir framsóknarmenn skyldu hafa trúað formanni sínum á fjöldasjálfshjálparfundinum í dag? Ekki margir. Þeir vita betur. Hann hefur varla trúað sér sjálfur enda veit hann eins og allir landsmenn að frambjóðendur flokksins nýttu sér andúð og ótta við innflytjendur og islam til atkvæðaveiða í vor. Hann heyrði það og við heyrðum það öll. Forysta […]

Ekkert djók
Það er auðvitað freistandi að afgreiða það sem brandara, að formaður Sjálfstæðisflokksins skuli hafa fengið Hannes Hólmstein til að rannsaka Hrunið. Það er svo hollt og gott að hlæja. En þetta er ekkert djók. Ekki einu sinni dómgreindarleysi. Miklu fremur eins konar blinda. Eða ósvífni sprottin af forherðingu. Spurningarnar, sem leita á svara við, eru […]

Hefurðu áhuga á mér? Þá ert þú æðislegur
Útlenzk verzlanakeðja vill opna hér stórbúð með ódýrum varningi. Það er frábært. En bíðum samt aðeins við… Svo að þessar hugmyndir geti orðið að veruleika þarf að breyta áfengislöggjöfinni (þarna yrði selt áfengi), veita undanþágur frá banni við innflutningi á fersku kjöti og frá lögum og reglum um vörumerkingar. Og sitthvað fleira smálegt um lyf […]