
Jean-Rémi Chareyre

Dagur í lífi nýbúa
Dagurinn í dag var svolítið sérstakur hjá mér. Hann byrjaði á því að ég mætti klukkan níu fyrir utan Mímir Símenntun, Höfðabakka 9. Þar átti ég nefnilega að taka íslenskupróf, sem átti að vera fyrsta skrefið í því ferli sem kallast „umsókn um ríkisborgararétt“. Við vorum um það bil þrjátíu nýbúar, alls staðar að […]

Saklaus uns sekt er sönnuð
Saklaus uns sekt er sönnuð, segir máltækið. Þetta fannst mér rétt að hafa í huga varðandi Viðreisn. Um þann flokk hafa heyrst alls konar samsæriskenningar síðan hann var stofnaður. Að hann væri „hækja íhaldsins“, að hann væri tilraun til að framlengja pólitískt líf Sjálfstæðisflokksins, og svo framvegis. Og þar sem mér er illa við samsæriskenningar, […]

Frekar þann versta, en þann næstbesta.
Nú er svo komið, að Donald Trump er orðinn forseti Bandaríkjanna. Það er, eðlilega, mikið flissað: „hvernig getur fólk kosið svona manneskju yfir sig?“ Við spyrjum okkur að þessu, vegna þess að við teljum að kjósendur hljóti sjálfkrafa að velja það sem þeim er fyrir bestu. Og þá virðist eina rökrétta niðurstaðan vera þessi: bandarískir […]

Hinir fyrstu verða síðastir
Teningunum hefur verið kastað, nýjir þingmenn raðast inn á þing. Helstu tíðindi úr nýafstöðnum kosningum voru hátt fylgi Sjálfstæðisflokksins og frekar lágt fylgi Pírata, sem höfðu þó verið á pari við Sjálfstæðisflokkinn í mörgum skoðanakönnunum. Slæmt gengi Samfylkingarinnar vakti líka töluverða athygli, en kom í raun ekkert sérstaklega á óvart miðað við kannanir. Fylgi Sjálfstæðisflokksins […]

Samfylkingin og Pareto-afturgangan
Já, ég veit. Enn einn beturvitapistill um Samfylkinguna og fylgistap hennar. En þar er svo freistandi að bera í bakkafullan lækinn, og góður spekingur, sem ég met mikils, sagði einu sinni að besta leiðin til að losna við freistingu, væri að falla fyrir henni. Það hefur reynst mér vel. En nú verður þetta allt öðruvísi, […]
Píratar og málamiðlanir
Það er frábært að læra af „reynslu annarra“. Íslendingar eru mjög meðvitaðir um eigin smæð og duglegir að fylgjast með því hvað gerist í nágrannalöndum og læra af því. Það er mjög jákvætt. Hins vegar breytist sú viðleitni stundum í minnimáttarkennd, og það sem menn kalla „læra af reynslu annara“ reynist frekar vera að „herma […]

Framsókn og flóðið mikla: við erum öll framsóknarmenn!
Framsóknarflokkurinn er í klípu. Formaður flokksins er löngu kominn yfir síðasta söludag, en flokksmenn þrjóskast við og styðja hann sem aldrei fyrr. Sigmundarmálið var fyrst hneyksli, svo varð það að kómískri framhaldssögu, en nú er það orðið að mannlegum harmleik. Og þessi harmleikur minnir mig svolítið á söguna um Frú Martin og sálfræðinginn, en svona […]

Nýfrjálshyggjuspakmæli Bjarna
Vá! Haldið ykkur fast! Bjarni byrjaði kosningabaráttuna sína á því að lofa skattalækkanir! Afskaplega er þetta óvænt útspil. Hver hefði búist við þessu? Í ræðu sinni á flokksráðsþingi notaði Bjarni síðan tækifærið til að gagnrýna „vinstri flokkar“ fyrir að vilja alltaf hækka skatta (sem er að sumu leyti gild gagnrýni, hvað varðar suma alla vega), en […]

Leiðindanöldur um heilbrigðiskerfið – listin að styggja engan
Flestir virðast vera sammála því, að umræðuþáttur Rúv á fimmtudagskvöld hafi verið frekar daufur. Ekki mikið kjöt á beinunum. Það sem vakti helst athygli er þetta tvennt: Frammistaða Sigmundar Davíðs og Bjarna Bens var sérstök. Til að gera langa sögu stutta skulum við orða það þannig, að þeir félagar hafa vaxið mjög af sinni reynslu […]

Bölvun vinstri-manna
Enn einu sinni urðum við vitni að því, hversu þung bölvun hvílir á vinstri-sinnað og umbótafólk á Íslandi. Það gerðist þegar nýju búvörusamningarnir voru samþykktir á Alþingi og fréttir hermuðu að því, að Samfylkingin, VG og Píratar hefðu setið hjá. Þá fóru tveir vel þekktir, vinstri-sinnaðir blaðamenn að tjá hneykslun sína á þessu, bæði á […]

Kvóti eða ekki kvóti, þar er efinn
Þessi umræða um prófkjör Sjálfstæðisflokksins og konurnar sem eru þar ekki á lista finnst mér að sumu leyti stormur í vatnsglasi.
Af því bara!
Umræða um innflytjendamál hefur verið nokkuð áberandi að undanförnu. Sjónarmið sem heyrast gjarnan í þeirri umræðu eru á þessa leið: „Við verðum fyrst og fremst að hugsa um okkar eigið fólk. Íslendingar í fyrsta sæti“. Ég ætla ekki að gera grín að þessum sjónarmiðum. Þau eru að sumu leyti góð og gild. Sem manneskjur viljum við […]