trusted online casino malaysia
Jean-Rémi Chareyre 30/09/2016

Framsókn og flóðið mikla: við erum öll framsóknarmenn!

Framsóknarflokkurinn er í klípu. Formaður flokksins er löngu kominn yfir síðasta söludag, en flokksmenn þrjóskast við og styðja hann sem aldrei fyrr.

sigm-sigSigmundarmálið var fyrst hneyksli, svo varð það að kómískri framhaldssögu, en nú er það orðið að mannlegum harmleik. Og þessi harmleikur minnir mig svolítið á söguna um Frú Martin og sálfræðinginn, en svona fór sú saga:

Síðsumars árið 1959 var ungur sálfræðingur í Bandaríkjunum að renna  í gegnum dagblað þegar hann rakst á þessa sérkennilegu fyrirsögn:
SPÁDÓMUR FRÁ PLÁNETU KLARION
ÁKALL TIL BORGAR: FLÝJIÐ FLÓÐINU
ÞAРMUN SÖKKVA OKKUR ÖLLUM Á KAF 21. DES.
ALGEIMUR VARAR BORGARBÚA

Þetta vakti athygli sálfræðingsins, svo að hann hélt lesturinn áfram: „Flóð frá Stóravatni mun eyðileggja Lake City rétt fyrir sólarupprás þann 21. des.“ Kona í Chicago sagðist hafa fengið skilaboðin frá æðri verum á annari plánetu. „Þessar verur hafa heimsótt jörðina á geimskipum sínum.“

Þetta fannst sálfræðingnum kjörið tækifæri til að rannsaka einfalda en torskilda spurningu sem hann hafði verið að velta fyrir sér í mörg ár: hvað gerist þegar fólk lendir í alvarlega kreppu með sannfæringum sínum? Hvernig skyldi þessi manneskja bregðast við þegar í ljós kemur að geimskipin sem áttu að bjarga henni eru ekki mætt? Hvað skyldi gerast þegar spádómurinn um flóðið bregst?

Eftir smá rannsóknarvinnu komst sálfræðingurinn að því að konan, Dorothy Martin að nafni, var ekki sú eina sem hafði sannfærst um að heimsendir væri áætlaður 21. desember 1954. Um það bil tólf fylgjendur hennar – allir greindir, heiðvirðir bandaríkjamenn – höfðu sagt upp vinnuna, selt aleigu sína eða skiljað við maka sinn vegna sannfæringar sinnar.

Sálfræðingurinn ákvað að lauma sér inn í sértrúarsöfnuðinn. Hann tók strax eftir því að meðlimir hans gerðu engar tilraunir til að sannfæra aðra um að heimsendir væri í nánd. Frelsunin var frátekin þeim, hinum fáu útvöldum. Að morgni 20. desember fékk frú Martin skilaboð um að mæta á ákveðinn stað.

Föruneytið mikla, fullt eftirvæntingum, kom sér fyrir og beið eftir himnaförinni.

  1. desember 1954 að kvöldi:

Kl. 23:15. Frú Martin fær skilaboð þar sem meðlimir eru hvattir tið að fara í kápuna og vera viðbúnir.

Kl. 24:00. Ekkert gerist.

Kl. 00:05. Einn meðlimur tekur eftir því að ein klukkan í herberginu sýnir 23:55. Hópmeðlimir eru sammála um að klukkan sé ekki enn orðin tólf.

Kl. 00:10. Skilaboð frá geimverunum: það er seinkun á geimskipunum.

Kl. 00:15. Síminn hringir nokkrum sinnum. Blaðamenn að hringja til að athuga hvernig gengur með heimsendir.

Kl. 04:00. Einn meðlimur er að verða órólegur: „Ég hef brennt allar brýr að baki mér. Ég hef snúið baki við heiminn. Ég hef ekki efni á því að efast. Ég verð að trúa.“

Kl. 04:45. Frú Martin fær annað skilaboð: guð hefur ákveðið að þyrma jörðina. Litla föruneytinu hefur tekist að varpa svo miklu „ljósi“ á þessa nótt að jörðinni hefur verið frelsað.

Kl. 04:50. Síðasta skilaboðið að ofan: geimverurnar vilja að góðu fréttirnar verði „tafarlaust birtar í fjölmiðlum.“ Lærisveinarnir gerast trúboðar og snúa sér að því að breiða út fagnaðarerindið hjá öllum fréttablöðum og útvarpsstöðvum.

Sálfræðingurinn hét Leon Festinger og skrifaði bók um þetta fyrirbæri, When Prophecy Fails. Af þessari reynslu dró hann sú ályktun að „manni með sannfæringu er mjög erfitt að breyta. Segið honum að þið séuð ósammála og hann snýr sér við. Sýnið honum staðreyndir eða tölur og hann dregur heimildirnar í efa. Notið rök og hann sér ekki tilganginn við rökfærsluna.“

Klukkan var að slá tólf hjá framsóknarmönnum, en þeir bíða enn eftir geimskipunum. Frelsari þeirra reyndist vera ómerkingur, en eftir að hafa lagt allt traust sitt að veði hafa þeir einfaldlega ekki efni á því að efast um formanninn. Það verður spennandi að sjá hvað gerist næst.

Það er vissulega freistandi að hlæja að fylgjendum Frú Martins, eða hæðast að framsóknarmönnum, en þegar allt er á botninn hvolft höfum við öll þessa tilhneigingu til að hafna þeim staðreyndum sem henta ekki okkar sannfæringu. Þetta er því kjörið tækifæri til að líta í eigin barm og viðurkenna hversu ófullkomin við erum í raun. Þá verður Sigmundarsaga Gunnlaugssonar ekki til einskins, því viska byrjar með auðmýkt.

Við erum öll framsóknarmenn…

Flokkun : Pistlar
1,435