trusted online casino malaysia
Jean-Rémi Chareyre 10/11/2016

Frekar þann versta, en þann næstbesta.

Nú er svo komið, að Donald Trump er orðinn forseti Bandaríkjanna. Það er, eðlilega, mikið flissað: „hvernig getur fólk kosið svona manneskju yfir sig?“ Við spyrjum okkur að þessu, vegna þess að við teljum að kjósendur hljóti sjálfkrafa að velja það sem þeim er fyrir bestu. Og þá virðist eina rökrétta niðurstaðan vera þessi: bandarískir kjósendur eru fábjánar, sem kunna ekki að leggja saman tvo plús tvo. En það er sannarlega ekki svo einfalt: því miður (en um leið, sem betur fer) kjósum við ekki alltaf með veskinu.

Hvað fær þá fólk til að kjósa gegn eigin hagsmunum?
Hagfræðingar og stjórnmálafræðingar hafa yfirleitt fátt svör við þá spurningu. En til eru annars konar vitringar, sem kalla sig „sálfræðingar“, og vert er að hlusta á.
Sálfræðingar hafa löngu áttað sig á því að við högum okkur ekki alltaf eftir stærðfræðibókinni. Ein góð leið til að sýna fram á það er eftirfarandi tilraun:

Tvær manneskjur eru fengnar til að taka þátt í tilrauninni. Önnur manneskjan fær afhenda ákveðna upphæð af peningum, og hún fær að leggja fram tilboð um hvernig skuli skipta þessa upphæð á milli þátttakenda. Hinn þátttakandinn hefur bara val um tvennt: annað hvort að þiggja eða hafna tilboðinu. Ef hann samþykkir tilboðið er peningunum skipt á milli eins og þátttakandi 1 lagði til, en ef hann hafnar tilboðinu fær hvorugur þeirra peninga.
Ef litið er á þessa tilraun frá stærðfræðilegu sjónarhorni lítur málið þannig út: þátttakandi 2 ætti að samþykkja hvaða tilboð sem er svo lengi sem upphæðin sem hann fær er hærri en 0. Hann hefur jú ekkert að tapa, og lítil upphæð er alltaf betri en ekkert.

En þvert á moti er niðurstaðan úr þessum tilraunum oft sú, að þegar þátttakanda 2 er boðið of lítinn hluta af peningunum, þá kýs hann frekar að hafna tilboðinu, og enginn fær neitt. Við látum nefnilega ekki bjóða okkur hvað sem er. Við kjósum frekar að sökkva bátinn.

Þessi tilraun var nú endurtekin í raunheimum í bandarísku forsetakosningunum: demókratar buðu fram Hillary Clinton og sögðu við kjósendur: „Jæja, hún er kannski ekki fullkomin en hún er alla vega betri en Trump!“. Og demókratar bjuggust við að kjósendur myndu leggja saman tvo plús tvo og komast að þeirri niðurstöðu að Hillary væri alla vega betri kostur en Trump. Sem hún var vissulega. En kjósendum var misboðið og svöruðu: „frekar þann versta en þann næstbesta.“

Bara svo að það sé skýrt: ég er ekki að halda því fram að allar aðrar skýringar séu vitlausar: rasismi hafði sitt að segja, ásamt kvenhatri, islamófóbíu, útlendingaandúð, leiðtogadýrkun, og almennri fáfræði. En öll þessi fyrirbæri hafa alltaf verið til staðar. Af hverju ættu þau allt í einu að skipta svo miklu máli, akkúrat í þessari kosningabaráttu?

Enginn stjórnmálamaður hefur nokkurn tíma unnið sigur með því að höfða einungis til eins tiltekins þjóðfélagshóps. Trump hefði aldrei unnið með því einu að höfða til hvítra, miðaldra, ómenntaðra karlmanna úr lágstéttunum. Honum tókst að slá á þann streng, sem bergmálaði hjá flestum þjóðfélagshópum, eða að minnsta kosti nógu mörgum. Og hvað höfðu þessir samfélagshópar sameiginlegt? Andúð á „kerfinu“, vantraust á stjórnmálastofnunum. Enda nennti helmingur þeirra ekki einu sinni að kjósa.

Bæði lágstéttin og millistéttin í landinu eru að upplifa efnahagslega stöðnun miðað við eina prósentið á toppnum. Alveg síðan Ronald Reagan kom til valda með brauðmolakenningunni sinni hefur misskipting verið að aukast, en demókrötum hefur ekki tekist að snúa þeirri þróun við. Þrátt fyrir fögrum orðum hefur Obama lítið gert, enda hefur hann sjálfur tekið við háum styrkjum frá bönkum og fjármálastofnunum í kosningabaráttu sinni. Frá 2009 til 2013 fór 85% af tekjuaukningu þjóðarinnar til eina prósentsins á toppnum. Miðgildi launa árið 2015 var lægra en árið 2007, og fjöldi landsmanna sem þurfti að reiða sig á mataraðstoð (food stamps) fór úr 26 miljónir árið 2007 upp í 43 miljónir árið 2016.

Þetta er einfaldlega ekki boðlegt fyrir land sem gortar sig af því að vera „ríkasta þjóð í heimi“. Félagslegur hreyfanleiki (social mobility) mælist nú hvað minnstur í Bandaríkjunum, og er vel undir meðaltali Evrópu:

socialmobility
Þetta þýðir, í öðrum orðum, að þau sem fæðast fátæk verða áfram fátæk, og öfugt.
Einu sinni voru Bandaríkin land tækifæranna, en ameríski draumurinn liggur nú í andarslitrunum. Það voru ekki innflytjendur eða kínverjar sem stungu ameríska drauminn í bakið. Það var nýfrjálshyggjan. Og demókratar höfðu aldrei almennilegt svar við nýfrjálshyggjuna. Þvert á móti fóru þeir að gæla við hana, með þeim afleiðingum að stjórnmálakerfið drukknar nú í peningum og hefur misst allan trúverðugleika. Og að taka ameríska drauminn frá Bandaríkjamönnum er eins og að taka rauðvín frá Frökkum. Þeir verða reiðir, afar reiðir.

“You can fool all the people some of the time and some of the people all the time, but you cannot fool all the people all the time.” sagði Abraham Lincoln forðum.

Það kraumar mikil reiði og óánægja í bandarísku þjóðfélagi um þessar mundir. Demókratar verða að virkja þessa reiði og beina í rétta átt: þrýsta á umfangsmiklar umbætur á stjórnmálakerfinu, brjóta lobbýisma á bak aftur og huga að þeim sem hafa orðið eftir í alþóðavæðingunni. Það gengur ekki að bera fram stjórnmálamenn úr sömu gömlu klíkunni og segja við kjósendur: „hún er alla vega betri en Trump!“
Í pólitík gerir 1 plús 1 ekki alltaf 2. Það gerir stundum 0.

Flokkun : Pistlar
1,523