Jón Daníelsson
Höfundur er gráskeggur úr Hrútafirði.
Netfang: jondan[hjá]mmedia.is
Að skella í lás
Fæstar þjóðir búa við þann munað að eiga sér heimili á eyju og geta af þeim sökum lokað landamærum sínum af nokkurn veginn fullkomnu öryggi. Þetta á við um Ástrali, Nýsjálendinga og svo okkur Íslendinga ásamt fleiri örþjóðum. Nýja Sjálandi var því sem næst lokað. Íbúum eyjanna er heimilt að koma heim frá útlöndum og […]
Æra herra Negusar, Sniðugt á Íslandi og Búlúlala
Í síðustu viku sagði dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur Búlúlala við Guðjón Skarphéðinsson og benti honum í leiðinni á þau snjöllu sannindi að til að fá B þarf maður að framvísa A, sem aftur fæst gegn því einfalda skilyrði að framvísa B. Dómarinn skammaði jafnframt lögmanninn Ragnar Aðalsteinsson fyrir að vega að æru herra Negusar. Og […]
Jafnaðarkaup fyrir meðaltalsgamalmenni
Börnin sem fæddust í lok seinna stríðs og á árunum eftir það eru nú orðin gamalmenni. Þótt undantekningar séu frá öllum reglum var þetta fyrsta kynslóð Íslendinga sem aldrei þurfti að líða skort. Ég tilheyri þessari kynslóð. Þegar ég fæddist árið 1949 voru ekki nema liðlega tveir áratugir síðan móðir mín, þá fimm ára gömul, […]
Skrýtnar sakargiftir
Upphaf þeirrar svokölluðu rannsóknar Geirfinnsmálsins sem hófst í janúar 1976 einkenndist af miklum furðulegheitum. Það gæti að vísu sem best verið eðlilegt að þetta upphaf sé brotakennt, en hitt er verra að brotin passa enganveginn saman. Þau eru miklu fremur í æpandi mótsögn hvert við annað. Nú hafa sakborningarnir í málinu verið sýknaðir af því […]
Var Guðjón í of stuttu pilsi?
Ótrúlega ósvífin greinargerð setts ríkislögmanns, Andra Árnasonar, í kærumáli Guðjóns Skarphéðinssonar hefur vakið hörð viðbrögð margra sem vonlegt er og vafalaust má draga af henni fjölmargar ályktanir. Allra mikilvægast sýnist mér tvennt. Annars vegar kemur þar í ljós að sýknudómur Hæstaréttar í fyrrahaust fól ekki endilega í sér neina endurupptöku GG-mála, heldur hörfaði réttarkerfið einungis […]
Sjúklingar fylla tugthúsin en launaþjófar fá nýja kennitölu
Skýrsla ASÍ um launaþjófnað hefur vakið dálitla athygli og umtal í dag en verður trúlega gleymd strax í fyrramálið. Vonandi taka vinstri sinnaðir stjórnmálamenn rösklega við sér í samræmi við alvarleikann. En fórnarlömb launaþjófnaðar eru almennt ekki líklegir kjósendur og mörg hafa ekki kosningarétt. Þetta er sem sé aðallega yngsta fólkið á vinnumarkaði og svo útlendingar. […]
Hin eilífa þrenning
Sem kornungum manni fannst mér óþarfi að nota fleiri reikningsaðferðir en þrjár. Mér fannst auðvelt að leggja saman og draga frá. Að margfalda var örlítið erfiðara en þó ekki óyfirstíganlegt. En deiling fannst mér algerlega út í hött. Mig minnir að ég hafi verið átta ára. Jú, mikil ósköp. Það var svo sem ekkert einfaldara […]
Hamfaraflóð mykjudreifaranna
Um jól og áramót hafa sjálfstæðismenn gjammað hver upp í annan og krafist þess að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segi af sér. Það þarf svo ekki að koma á óvart að Vigdís Hauksdóttir taki undir. Tilefnið er fremur óljóst, en einna helst er að skilja, að sem borgarstjóri sé Dagur efsti hlekkurinn í ábyrgðarkeðjunni og […]
Gleðibankinn Kaupþing
„Þú leggur ekkert inn, tekur bara út,“ sungu Pálmi, Helga og Eiríkur 1986 og íslenska þjóðin mátti heita í sálrænu áfalli þegar Gleðibankinn endaði í 16. sæti.
Gamall maður hugsar
Gamall maður verður hugsi þegar hann les í blöðunum fréttir af því hvernig nokkrir alþingismenn tala um konur meðan þeir kneyfa bjór á öldurhúsi. Maður, sem man þá tíma, þegar miðaldra og eldri karlmönnum þótti tæplega við hæfi að konur fengju bílpróf, verður óhjákvæmilega hugsi. Sá sem tiltölulega ungur maður varð vitni að stóra kvennafrídeginum […]
Lögbrjótar útkljá mál fyrir dómi
Nokkuð reglubundið berast fréttir af uppgjöri glæpagengja einhversstaðar í útlöndum og þá liggja yfirleitt einhverjir í valnum eftir skotbardaga. Þannig virðast glæpamenn leysa deilumál sín víðasthvar í heiminum. Sennilega er það bara á Íslandi, sem afbrotamenn geta leitað kurteislega til dómstóla þegar þá greinir á. Vísir birti nýlega frétt um að héraðsdómur Reykjavíkur hefði vísað […]
Hægristjórn fer í vinstriverkin
Tískuslagorðin eftir þessar kosningar eru „breið samvinna“ og „ný nálgun“. Þessi hugtök eiga þó harla lítið skylt við raunveruleikann. Forystumenn í stjórnmálum eru síður en svo í þann veginn að fara að hugsa neitt út fyrir boxið. Sigurður Ingi Jóhannsson er með trompásinn á hendi og veit vel af honum. Þótt meirihlutamöguleikar séu margir, eiga […]