Úlfar Þormóðsson
Okrarar
Ég kann það ekki frekar en annan kveðskap, en einu sinni var sungið einhvern veginn svona… vexti og vaxtavexti og vexti líka af þeim. Þannig er þetta ennþá. Við borgum vexti og vaxtavexti og vexti líka af þeim. Ef fé er lagt inn á reikning sem ber heitið „verðtryggður húsnæðissparnaður“ í Íslandsbanka eru greiddir 2.05% […]
Vanþekking eða varmennska
Síðan núverandi ríkisstjórnin settist að völdum hefur hún lækkað veiðigjöld og ákveðið að afnema auðlegðarskatt. Hún hefur einnig lækkað skatt á hæstu tekjur og fellt niður fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatt af ferðaþjónustu. Þessu til viðbótar hefur hún lækkað gjöld á áfengi og tóbaki og boðað frekari skattalækkanir á næstunni. Með þessum aðgerðum verður ríkissjóður af […]
Hundalógík
Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra fyrir Hrun. Eins og alkunna er svelti hann sjúkrahúsin af rekstrarfé í tilraunum sínum til þess að einkavæða heilbrigðiskerfið. Nú er hann varaformaður fjárlaganefndar Alþings. Undir hans varaformennsku er enn verið að svelta sjúkrahús og Sjúkratryggingar geta ekki sinnt lögboðnu hlutverki sínu vegna fjárskorts. Landsspítalinn getur það ekki heldur. En […]
Öfugi dagurinn
Málkunningi minn sagði mér nokkuð af sér. Í frásögninni gæti reynst heillaráð til þeirra sem lifa í marþættum ömurleika. Því læt ég hana ganga áfram. Maður þessi er nokkuð við aldur, íhaldsmaður af gamla skólanum, maður sem telur handsal jafngilda undirrituðum og vottuðum samningum. Ég rakst á hann á Austurvelli í síðustu viku þar sem […]
Stéttabarátta
Fréttir berast af því að tryggingafélög hafi komið á vafasömum gjaldeyrisviðskiptum með því að gera sparnaðar- og tryggingasamninga við erlend tryggingafélög fyrir hönd einstaklinga. Hingað til hefur þessi starfssemi ekki farið hátt. Það kom því á óvart þegar fréttastofa ríkisútvarpsins greindi frá því að tugþúsundir Íslendinga hafi þegið þessa þjónustu. Hvað viðskiptavinirnir eru að greiða […]
Óvinurinn
Það er nöturleg staða í stjórnmálum þegar pólitíska umræðan snýst að stærstum hluta um eina manneskju, hvað hún hugsanlega gerði og hvað ekki, hvað hún vissi og sagði og hvað hún vissi ekki og þagði yfir. Hanna Birna Kristjánsdóttir gekk fram á sviðið ung og fersk og var fljótt gerð að lukkudýri þeirra sem ekki […]
Lauma
Það er sannarlega hægt að taka undir með Birni Val Gíslasyni, varaformanni Vg, sem kveðst vera leiður yfir því að Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vg skuli hafa verið skipaður sendiherra með þeim hætti sem raunin varð. „Þetta er vond upprifjun á liðnum tíma,“ sagði Björn við útvarpið. „Ferlið á að vera allt annað, burtséð frá […]
Bellibrögð
Samkvæmt Fréttablaðinu í dag, 30. júlí er forstjóri Lyfjastofnunar óánægður með að stofnunin fái ekki að nýta það fé til uppbyggingar sem hún aflar sjálf. Þetta takmarkar þá þjónustu sem stofnunin getur veitt innlendum lyfjafyrirtækjum. Lyfjastofnun er í samkeppni við aðrar eins stofnanir á evrópska efnahagssvæðinu um vísindaráðgjöf fyrir Lyfjastofnun Evrópu. Fyrir þessa ráðgjöf er […]
Kjarkleysi velsældarinnar
Umluktir öryggisvörðum sitja forystumenn öflugustu ríkja heims í skrauthúsum friðsamra stórborga og þinga um morðæðið í Gasa og á Vesturbakkanum. Vafalítið horfa þeir á myndir frá eyðileggingunni, hlusta á raddir örvæntingafullra og lemstraðra íbúa, hlýða á fréttir af matarskorti, rafmagnsleysi og vatnsskorti og sötra djús á meðan þeir virða fyrir sér brunnin heimili, hrunda skóla […]
Eitt ráð enn
Það gæti virst að allt sé reynt sem hugast getur til þess að stöðva hryllinginn sem á sér stað í Ísrael. Forystumenn fjölmargra þjóða senda foringjum Ísraela skeyti, bréf og ályktanir þar sem þeir eru hvattir til þess að láta af morðæðinu sem þeir eru haldnir. Um víða veröld heldur alþýða manna fundi um þjóðarmorðið […]
Frétt eða fimbulfamb?
Fyrir tæpum þremur mánuðum birtist frétt í Morgunblaðinu um að ríkinu hefði verið boðið að kaupa upplýsingar um hvaða Íslendingar hefur svikið fé undan skatti og komið því fyrir í skattaskjólum heimsins. Fréttin fór lágt; var einn dag í Mogganum, heyrðist vart í útvarpi eða sjónvarpi og nam varla staðar á netmiðlum nema Herðubreið þar […]
Samsæri
Sjaldan þykja samsæriskenningar áreiðanlegar. Þær eru oftast taldar ómerkilegar. Hér skal eigi að síður sagt frá tveimur slíkum sem nú fljúga fjaðralaust á milli manna. Önnur á augljóslega fullan rétt á sér. Það er samsæri Morgunblaðsins gegn Má seðlabakastjóra. Í marga mánuði hefur blaðið birt sömu frétt af og til. Hún er af fimm ára […]