trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 06/08/2014

Stéttabarátta

Fréttir berast af því að tryggingafélög hafi komið á vafasömum gjaldeyrisviðskiptum með því að gera sparnaðar- og tryggingasamninga við erlend tryggingafélög fyrir hönd einstaklinga. Hingað til hefur þessi starfssemi ekki farið hátt. Það kom því á óvart þegar fréttastofa ríkisútvarpsins greindi frá því að tugþúsundir Íslendinga hafi þegið þessa þjónustu. Hvað viðskiptavinirnir eru að greiða mikið fyrir tryggingarnar og hvað þeir fá í staðin er ekki vitað. En það hlýtur að verulegur akkur af þessu miðað við fjöldann sem tekið hefur þátt í svo hljóðlátum viðskiptum. Séu kúnnarnir rétt taldir. Og þá virðast tryggingafélögin ekki fara tómhent frá þessu því að samkvæmt fréttum vinna þar allt að 200 manns við þetta eitt. Svo að eitthvað kostar þetta manninn og kannski aðeins fyrir betur megandi. Þá sem hafa efni á að leika sér að lögunum.

Seðlabankinn heldur því fram að viðskiptin hafi verið ólögleg eftir að gjaldeyrishöftum var komið á og telur að minnsta kosti hluta þessara samninga brjóta lög um gjaldeyrismál. Hann hefur því gripið til sinna ráða og vill stöðva brotin. Eins og honum ber. En þá hefst nýr kafli í leiknum. Stéttabarátta lögbrjótanna. Hún fer þannig fram að þeir segja tafarlaust upp 50 manns og tilkynna að fólkið fái ekki vinnu aftur fyrr en Seðlabankinn hætti að ofsækja þá. Síðan kalla til sín útvarp, sjónvarp og blöð, hefja upp raust sína og segja að Seðlabankinn ætli að svipta 200 manns vinnunni með smásmugulegum oftúlkunum á vitlausum lögum. En til þess að viðskiptamenn þeirra og landsmenn aðrir tapi ekki alveg trúnni á betri tíð láta þeir vita af því að hingað sé kominn heimsfrægur tryggingaforstjóri sem sé svo aldeilis hissa á Seðlabankanum að hann ætli að reyna að koma vitinu fyrir hann.

Úlfar Þormóðsson
Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Pistlar
1,443