
G. Pétur Matthíasson

Getur verið að jörðin sé flöt?
Ef íslenskur ráðherra myndi halda því fram í alvöru að jörðin væri flöt, myndi þá hann bara fá tækifæri til að halda þvi fram án andmæla? Myndu blaðamenn og fréttamenn síðan þurfa að heyra í Þorsteini Sæmundssyni stjörnufræðingi og fá hann til að segja að jörðin sé hnöttótt. Án þess samt að það yrði tekið […]

Erum við með nógu þroskað lýðræði?
Mál málanna í dag er auðvitað skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Skýrslan er ein allsherjar sönnun þess að það er gagnstætt öllum hagsmunum Íslands að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Og það er niðurstaðan fyrir alla, líka þá sem eru á móti. En þeir sjá það auðvitað ekki þannig. Það er nokkuð til í því […]

Ekkert slakað á klónni á Austurvelli
Það voru um 2000 manns sem mættu á Austurvöll í sjötta sinn á laugardagseftir-miðdegi og hlustuðu á hreint frábærar ræður. Einar Kárason reið á vaðið…

Umsögn um þingsályktunartillögur
Við Katla sendum áðan þessa umsögn um mál málanna til utanríkismálanefndar og vonum að þar sé fólk sem hlustar: Umsögn um 340. mál, 344. mál og 352. mál. Tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki. og […]

Pólitískt bull, menn að reyna að skapa sér stöðu
Allt í einu, fyrir nokkrum dögum, fór að spretta upp á netinu hugleiðingar um það væri jafn stór eða stærri hluti Samfylkingarinnar sem væri á móti aðild að Evrópusambandinu en hópurinn innan Sjálfstæðisflokksins sem vill klára viðræður og ganga í Evrópusambandið. Og þeir menn sem það nefna spyrja afhverju fjölmiðlar séu ekki að fjalla um […]

Fjöldi fólks á fimmta fundi
Það er ekkert lát á mótmælunum á Austurvelli á laugardögum. Það mættu örugglega um 2-3000 manns á Austurvelli í dag. Löggan sagði 1600 en líklega er hún að telja á slaginu klukkan þrjú. Einsog ég þá eru nú örugglega fleiri sem eru alltaf aðeins seinir fyrir. En ræðuhöld voru góð að vanda í dag. Ásdís, […]
Strákar eru töff
Sjálfur fluttist ég að heiman 16 ára gamall og hef séð um mig sjálfur að mestu síðan þá. Bjó svo sem ekki alltaf við besta mögulegan kost fyrir tvítugt en maður bjargaði sér og lifði á sumarhýrunni sem þá var alveg hægt. Með reyndar mikilli sparsemi og dreifbýlisstyrknum sem við menntskælingar utan af landi fengum. […]

Hroki fer stjórnmálamönnum ekki vel
Það er frekar leiðinlegt að sjá hve núverandi stjórnvöld eru hrokafull og þá sérstaklega þegar kemur að aðildaumsókninni að Evrópusambandinu. Það var mjög hrokafullt þegar utanríkisráðherra lagði fram tillögu á Alþingi um að slíta aðildarviðræðum áður en heldur lokið var umræðu um skýslu Hagfræðistofnunar sem stjórnvöld höfðu þó lýst yfir að ætti að vera grunnur […]