Varamannabekkurinn
búið að taka þá út af
og nú sitja þeir gleiðir á varamannabekknum
íklæddir herraslopp og inniskóm
og gæða sér á lífrænum veitingum
umluktir höfugum hormónailmi
meðan þeir bíða þess gramir
að komast aftur í framlínuna
þar sem þeir og aðrir gæðingar
eiga skilyrðislaust heima
Linda Vilhjálmsdóttir, Smáa letrið (Mál og menning, 2018)
(Titill ljóðsins er Herðubreiðar)
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021