Til minningar um Nika Begades
Ég hendi mér í fossinn, sagði Sigríður í Brattholti.
Um leið og þið farið að virkja í þágu gróðans
þá hendi ég mér í fossinn.
Ég vil ekki lifa ef allt á að snúast um auðinn.
Ég vil ekki lifa ef trú mín á landið brestur.
Hver á þennan foss? Hver á þetta land?
Hver hefur réttinn til vonar?
Hver ræður því hvar ég á heima?
Rífum niður girðingar, sagði Sigríður í Brattholti.
Látum fossana fossa
látum árnar flæða.
Land úr landi fer Sigríður í Brattholti
í ungum líkama
og fer í fossinn
hendir sér í fossinn.
Sigríður í Brattholti hendir sér í fossinn.
Anton Helgi Jónsson
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021