Þorradægur
Líttu á þessi kvæði
blað fyrir blað.
Á meðan vildi ég
helzt fá að halla mér aðeins.
Það verður komið rökkur
þegar ég rumska
og drífan þéttari.
Gatan mér ókunn úti.
Við þokumst, færumst
með húsinu hægt úr stað.
Þorsteinn frá Hamri (1938-2018)
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021