trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 17/06/2017

Það er kominn skjótandi júní

Eftir Bjarka Karlsson

Blómin springa út og þau svelgja í sig sól,
svartstakkar í löggunni með glæný byssutól.
Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag,
því lögreglan okkar ber manndrápsvopn í dag.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn skjótandi júní. :,:

Jóni heitnum Sigurðsyni færir forsetinn,
firnamikla vélbyssu, svo róist múgurinn.
Fjallkonan í múnderingu prílar upp á pall,
uns plaffar hana í andlitið einn stoltur löggukall.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn skjótandi júní. :,:

Skrúðgöngurnar þramma undir lúðrasveitarleik,
og löggan miðar börnin á, þau eru pínku smeyk.
Og þannig líður dagurinn við hátíðanna höld,
þótt Haraldur ríkislöggi óttist stórstyrjöld.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn skjótandi júní. :,:

Um kvöldið eru öruggir útidansleikir,
því allir voru drepnir sem töldust geðveikir.
En löggan bindur enda á þetta gleðigeim,
og grunsamlegum lógar – en sumir komast heim.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn skjótandi júní. :,:

 

Flokkun : Ljóðið
1,331