Selbiti
Í nápleisi skammt frá Norðurpól,
í nístingsgaddi rétt fyrir jól,
í gráleitri skímu frá svikasól
er selur á hjóli að færa stól.
Hann tuðar um kuntur og kramardýr
og kerlingaveröld sem öfugt snýr.
Og hvað hann er sjálfur hress og hlýr
og heiðarlegur og góður fýr.
Og veit að þegar hann völdum nær
(sem víst hefði átt að ske í gær)
bönnuð verða öll blaðafól
og bannsett upptökusímatól.
Og svo verður flutt í skattaskjól,
þau skemmtilegustu heims um ból.
Og miðfótar- haldin mögnuð jól
við máttuga geisla frá eigin sól.
Jónas Friðrik Guðnason
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021