Kristján Fjallaskáld og Jim Ratcliffe
Í allri umræðunni um eignarhald á jörðum á Íslandi yrkir Eyþór Árnason snjallt ljóð sem rammar inn hugsun margra.
Herðubreið birtir það hér með leyfi höfundar, og hvetur lesendur um leið til að kynna sér ljóðabækur Eyþórs, sem eru mörgum ókunnar perlur.
––––––––––
Við leiði Kristjáns Fjallaskálds
Í ágúst er fallegt í Vopnafirði
Brakandi vestanáttin ber þungan dyn
alla leið frá stóra fossinum
en svalur úðinn slær á breyskjuna í garðinum
Barnakennarinn Kristján Jónsson
mundar krítina og krotar vísu á spjaldið
Vísan er köld og stutt
en fjöllin fram undan fáránlega löng
Rétt utan við garðvegginn
stígur nýi bóndinn, Jim Ratcliffe,
hverfisteininn og hvessir ljáinn
því háin er fullsprottin
Kristján leggur frá sér krítina
hér eru víst engin börn lengur
gengur út á hlað og horfir niður að ánni
grípur netstubb sem hangir á bæjarþilinu
og heldur af stað
Bráðum á hann hvergi heima
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021