Hrottinn
Í svartasta sjálfshatri hans
sem kom alltaf
þegar hann sá eitthvað fallegt
var byrjunin
á næsta hvelli.
Hann lokaði öllum gluggum
slökkti ljósin
og á helvítis símanum
og svo gleypti hann allar pillurnar
til að sofna bara.
Þegar hann vaknaði
mundi hann ennþá
hvað hann var ógeðslegur
í gær.
Valgarður Bragason
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021