Hækur úr Ísafjarðardjúpi
Dalurinn horfir
tómum saknaðaraugum
búendur horfnir
Lyngbrekka saknar
blárra berja að hausti
handa sem tína
Brekkan sem áður
lék að börnum og lömbum
grúfir sig niður
Aleinn sumarfugl
syngur fyrir sjálfan sig
guðslangan daginn
Nú heyrir enginn
bláhvítt skvaldrið í læknum
gleði hans þögnuð
Girðingarstaurar
bera býlinu vitni
annað er fallið
Norðannæðingur
kreppir haustkaldan hnefa
ósveigjanlegur.
Njörður P. Njarðvík
- Nú ertu (endanlega) búinn að missa það, Brynjar - 20/02/2022
- Þegar streðinu lýkur – Guðni Már (og mamma) - 03/01/2022
- Afplánunin - 02/12/2021