Efst á baugi

Óðagot
Það er afleit hugmynd að mynda ríkisstjórn fyrir kosningar. Jafnvel kjánaleg. Það lýsir vanþekkingu á pólitískri sögu að vita ekki að það hefur sjaldnast verið til árangurs fallið að mynda bandalög (þó að undantekningar séu á því) eða birta stjórnarsáttmála fyrir kosningar (sjá grein um það í Silfri Egils á Eyjunni í dag, 16.10.´16.). Kjósendum […]

Forskot Samfylkingarinnar
Samfylkingin boðar fólki, sem ekki getur fjármagnað útborgun í fyrstu íbúð eins konar forskot á sæluna með fyrirframgreiddum vaxtabótum til fimm ára. Hámarksupphæðrnar er tvær milljónir fyrir einstaklinga og þrjár milljónir fyrir hjón eða sambúðarfólk. Þetta er líkast til kröftugasta einstaka kosningastefnumálið, sem fram hefur komið hingað til og satt að segja furðu góð lausn […]

Hanastél
Nú eru miklir umbrotatímar fullir af þverstæðum. Saman hrærist óbærilegur léttleiki og þrúgandi ótti; gleði , sorg og gróði. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk tveggja mánaða laun greidd í bónus fyrir árangur karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Annað starfsfólk KSÍ fékk einn mánuð greiddan í bónus. „Greiðslur starfsmanna, leikmanna og mín eru trúnaðarmál. Ég get […]

Að græða á þeim
Þetta heyrði ég í búðinni fyrir stundu: „ … þannig að ég ætla að kjós ´ann.“ „Hann! Er hann eitthvað skárri? Var það ekki hann sem sagði að einhversstaðar verði ríka fólkið að geyma peningana sína og var …¨“ „Já, en … „ … var það ekki hann sem flutti Fiskistofu norður í óþökk allra […]

Varaformaður Vinstri grænna ómyrkur í máli: Það er fullreynt með krónuna
Vextir verða alltaf háir á Íslandi og hærri en í samanburðarlöndum okkar á meðan við búum við langvarandi óstöðugleika og örgjaldmiðil að auki.

Landráð
„Í skjóli þess að hér hrundi bankakerfi var gerð misheppnuð og kostnaðarsöm tilraun til að setja íslenskt þjóðfélag algjörlega úr skorðum á árunum 2009 til 2013.“ Þetta er merkileg málsgrein. Þetta er fullyrðing. Orðin var gerð, merkir að það hefi verið ákveðið að kosta miklu til og reyna, gera tilraun til, að setja íslenskt þjóðfélag […]

Framsóknarmenn bíða ennþá eftir geimskipinu: Svolítill samanburður
Hvað eiga framsóknarmenn sameiginlegt með bandarískum sértrúarsöfnuði árið 1954? Ýmislegt, þegar vel er að gáð.

Misvísandi kannanir – ekkert skrýtið
Í dag virðast allir mjög hissa. Skoðanakönnum Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sýnir allt aðrar niðurstöður en þær sem að undanförnu hafa sést frá Gallup og MMR. Það er kannski eðlilegt að fólk skilji hvorki upp né niður, en í rauninni á þetta fyrirbrigði sér trúlega einfaldari skýringar en margur hyggur. Meginskýringin liggur í gjörólíkri aðferðafræði […]

Stríðsfrétt
Veggurinn.is er vefur sem stuðningsmenn Sigmundar Davíðs, formanns Framsóknarflokksins halda úti honum til varnar og sóknar ef svo má skrifa. Í djúpu góðsemiskast velvildarinnar mætti kalla hann undarlegan, vefinn. Kjarninn.is endurprentar þetta af vefnum. Atarna er mat stuðningsmanna formannsins á stöðu mála í flokknum þeirra allra, Framsóknarmannanna: „Andskotar Sigmundar Davíðs innan flokks vilja nefnilega eiga […]

Loforðaregn
Eftir því sem nær dregur kosningum fjölgar loforðum stjórnmálamanna um bættan hag öllum til handa. Það á að gera miklu meira fyrir hvurn og einn en nokkru sinni og lækka skatta á sama tíma, allir eiga að fá ókeypis læknishjálp, það á að deila með 333.000 í 5-10% af verðmæti Landsbankans og afhenda hverjum og […]

Misskilningur Bjarna Ben.: Skattar eru ekki slæmir. Þeir eru forsenda fyrir góðum lífskjörum
Það er freistandi að ímynda sér, að ef tekjuskattur væri felldur niður, þá myndu ráðstöfunartekjur okkar hækka myndarlega, en það er tálsýn: raunin er sú að launin okkar eru einmitt háð því að við borgum þessa skatta.

Nýfrjálshyggjuspakmæli Bjarna
Vá! Haldið ykkur fast! Bjarni byrjaði kosningabaráttuna sína á því að lofa skattalækkanir! Afskaplega er þetta óvænt útspil. Hver hefði búist við þessu? Í ræðu sinni á flokksráðsþingi notaði Bjarni síðan tækifærið til að gagnrýna „vinstri flokkar“ fyrir að vilja alltaf hækka skatta (sem er að sumu leyti gild gagnrýni, hvað varðar suma alla vega), en […]