Margrét Tryggvadóttir
Baráttan um Ísland
Það styttist í kosningar. Í þessari snörpu kosningabaráttu hefur verið tekist á um ýmislegt. Fólk, fréttaflutning, gífuryrði, fjölmiðla og staðreyndir en furðulítið talað um málefnin. Samkvæmt kosningaloforðunum virðast flestir flokkar sammála þeim ríflega 86.000 landsmönnum sem skrifuðu undir áskorun Kára Stefánssonar um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Þrír þeirra voru reyndar nýbúnir að leggja fram fjárlagafrumvarp sem var […]
Hvaða máli skiptir ný stjórnarskrá?
Ég á mér draum. Ég vil meira lýðræði, manneskjulegra samfélag, réttlæti, heiðarleika, virðingu og ábyrgð. Ég vil að þjóðin fái arðinn af auðlindunum sínum. Eftir hrun var farið var í margvísleg verkefni sem áttu að skapa betra samfélag. Skýrasta dæmið var ný stjórnarskrá, samin af þjóðinni í einstöku ferli sem vakið hefur verðskuldaða athygli víða […]
Forsetinn veitir undanþágur frá lögum …
Í dag er 20. október 2017. Fimm ár eru liðin síðan haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarp stjórnlagaráðs þar sem mikill meirihluti kjósenda samþykkti að vinna stjórnlagaráðs yrði grunnur að nýjum stjórnlögum. Það er óþarfi að rekja ferlið, það hefur vakið heimsathygli enda þátttaka almennings tryggð á öllum stigum máls. Engu að síður hefur lítið gerst […]
Noregur og Nígería
Noregur og Nígería. Ríkasta þjóð í heimi og ein sú fátækasta. Báðir eiga þó gnægð af olíu en auðlindastjórnunin er með ólíkum hætti. Í Noregi er það ríkið (og þar með fólkið) sem fær arðinn, í Nígeríu einhverjir aðrir. Við erum rík þjóð. Þótt Ísland sé ekki olíuríki (sem betur fer) eigum við miklar og verðmætar […]
Kæra Björt,
Opið bréf til umhverfisráðherra, Bjartrar Ólafsdóttur Kæra Björt, Mikið fannst mér leitt að sjá umfjöllun um þig í Fréttablaðinu og Vísi í dag þar sem greint er frá því að þú hafir verið að auglýsa kjól fyrir vinkonu þína og fyritæki sem hún vinnur hjá á Instagram með því að klæðast kjólnum í þingsal fyrir myndatökuna. […]
Verstöðin Ísland
Það er bæði gróska og titringur í íslenska vinstrinu og hérna hinum megin við tjörnina á víst að stofna nýjan sósialískan stjórnmálaflokk eftir … hálftíma. Og aldrei þessu vant kem ég ekki nálægt því! Reyndar á það eiginlega við um stjórnmálalíf heimsins eins og það leggur sig. Það er titringur víða og við erum að […]
Út með köttinn! Eða hvað?
Nú er Brún-eggjafárið í rénun og vonandi lærum við öll af þessu sem samfélag – samfélag sem ekki líður dýraníð. Ég er reyndar ekki viss um að við séum svoleiðis samfélag en ég vona að við getum orðið það. Eins og alltaf þegar maður fær miklar og óvæntar upplýsingar í einu (þótt það sé svo sem […]
Það gerðist ekki í nótt
Það gerðist ekki í nótt vegna þess að það var þegar orðinn hlutur. Það hafði læðst aftan að okkur. Við flutum sofandi að feigðarósi. Það gerðist þegar kerfin hættu að þjóna fólkinu og fóru að viðhalda sjálfum sér. Það gerðist þegar fjármálakerfið varð sterkara en lýðræðið. Það gerðist þegar fólkið hætti að líta á stjórnmálamenn […]
Hin heilaga þrenning
Við erum að fara að kjósa. Það hefur varla farið fram hjá neinum. Þessar kosningar snúast um þrennt: Við þurfum að laga undurstöðurnar; heilbrigðiskerfið, vegakerfið, menntakerfið, húsnæðiskerfði og svo framvegis. Við þurfum að fjármagna draumasamfélagið. Það gerum við með fullu verði fyrir afnot af auðlindum landsins, þrepaskiptu skattkerfi og með því að ná í Tortólaféð. […]
Það þarf nýtt fólk!
Við erum enn að vinna úr hruninu. Stjórnmálin eru mörkuð deginum sem Geir bað guð að blessa Ísland en þó ekki síst undanfaranum og eftirleiknum. Óþolið gagnvart stjórnmálum og stjórnmálamönnum er mikið. Það er auðvitað algjörlega skiljanlegt enda ábyrgð stjórnmálamanna gríðarleg og vissulega brugðust þeir margir í aðdraganda hrunsins. Alþingi ályktaði meðal annars svo í kjölfar skýrslu […]
Hugrekki og kjarkur
Framundan eru spennandi kosningar til Alþingis. Sjaldan hefur staðan verið eins opin. Átta árum eftir hrunið er rykið enn ekki sest en við sjáum þó hvernig í hlutunum liggur. Þræðir valds og spillingar eru greinilegir og þeir liggja víða. Stór hópur kjósenda virðist ætla að veðja á nýja hesta og hafna þeim sem lengst hafa […]
Raunir frambjóðandans
Þetta eru undarlegir dagar. Ég er í framboði. Ekki flokkurinn minn, samstarfsfélagar eða hugmyndafræði heldur ég sjálf – prívat og persónulega. Og ég verð að viðurkenna að það tekur á. Þessa dagana ætti ég að verja, samkvæmt þeim sem vit hafa á prófkjörum (eða flokksvali), öllum mínum vökustundum í að hringja í fólk og fá […]