Pistlar

Bókstafstrúarmenn lýðræðisins
„Bókstafstrúarmaður lýðræðisins er í sömu stöðu og Forngrikkirnir voru í með spáprestum sínum. Allir voru sammála um, að rödd spáprestsins væri rödd guðs; en um leið leiddust þeir til að viðurkenna, að þegar spápresturinn talaði, var hann ekki eins skiljanlegur og æskilegt væri.“ Þetta ritaði Henry Maine, breskur sagnfræðingur og lögspekingur, árið 1885. Það hefur […]

Stjórnarmyndun – hvað nú?!
Það er svolítið merkilegt að einhvernveginn hefur alveg verið sama hvað hefur verið kosið, hvernig kosningar á Íslandi hafa farið, alltaf endar Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn. Sama hvað á gengur. Jafnvel það að 17 ára stjórnarseta hafi leitt okkur út í mesta hrun íslensks efnahags sem um getur, ekki bara hér á landi heldur um heim […]

Tæp stjórnarmyndun!
Fólkið í flokkunum fjórum sem nú undirbýr nýja ríkisstjórn er allt hóflega bjartsýnt, í tilsvörum í fjölmiðlum. Það er ekki að ástæðulausu að menn tala varlega. Þessi stjórnarmyndun getur svo auðveldlega orðið að engu. Nái menn hinsvegar saman og ná góðu samkomulagi gæti stjórnin fyrir vikið orðið nokkuð sterk þrátt fyrir eins manns meirihluta. Stjórnmálamenn […]

Hægristjórn fer í vinstriverkin
Tískuslagorðin eftir þessar kosningar eru „breið samvinna“ og „ný nálgun“. Þessi hugtök eiga þó harla lítið skylt við raunveruleikann. Forystumenn í stjórnmálum eru síður en svo í þann veginn að fara að hugsa neitt út fyrir boxið. Sigurður Ingi Jóhannsson er með trompásinn á hendi og veit vel af honum. Þótt meirihlutamöguleikar séu margir, eiga […]

Sigurvegarinn, það er ég!
Jæja, nú keppast álitsgjafar um að dæma um hver sé helsti sigurvegari kosninganna. Sumir segja það vera Miðflokkurinn, aðrir Flokkur Fólksins, enn aðrir Samfylkingin. Þetta er allt saman tóm vitleysa: sigurvegarinn, það er ég! Tveimur vikum fyrir kosningar birti ég kosningaspá mína. Þá voru vinstri flokkarnir að mælast með 49,5% en hægri flokkarnir með […]

Sigurvegarar kosninganna – eða ekki!
Það er skiljanlegt að stjórnmálamenn leitist eftir því að horfa á það sem jákvætt kemur upp úr kjörkössunum fyrir þá. Flestir finna þá eitthvað. Sumir vinna kosningarnar, aðrir vinna skoðanakannanir, enn aðrir vinna næsta stjórnmálaflokk, eða bara vinna talninguna – bæta við sig þegar á líður o.s.frv. Flestir segja eftir fyrstu tölur að nóttin sé […]

Hvað ég ætla að kjósa? Að kjósa rétt!
Fyrstu kosningarnar mínar voru 1980 en á þeim árum varð maður að vera orðinn tvítugur til að fá að kjósa. Því var breytt stuttu síðar. Þær kosningar var ég aldrei í vafa um hvað ég ætti að kjósa. Vigdís Finnbogadóttir var kosturinn og hana kaus ég með stolti og gleði í þessum mínum fyrstu kosningum. […]

Hinn helmingurinn af sannleikanum
„The truth is rarely pure and never simple,“ sagði skáld eitt, Oscar Wilde að nafni. Þetta á ekki síður við í pólitík. Þeir sem halda því fram að sannleikurinn sé einfaldur fara yfirleitt með hálfsannleik. Og hálfsannleikur er heil lygi. Til að afhjúpa lygina er hins vegar nauðsynlegt að grafa upp hinn helminginn af sannleikanum. […]

Gróðafíknin og Guðsríkið
Í viðtalsbók Matthíasar Johannessen við Þórberg Þórðarson, Í kompaníi við allífið, segir meistari Þórbergur þessi merkilegu orð:

Spáð í spilin – vinstri sveifla?
Jæja. Tvær vikur í kosningar. Það virðist vera mikil hreyfing á fylgi flokkanna, með óvissunni sem því fylgir. Það ríkir líka töluverð bjartsýni á vinstri væng stjórnmálanna. Þar er gjarnan talað um „vinstri sveiflu“. Meira að segja Bjarni og félagar eru farnir að veifa vinstri-grýlunni. Vissulega hefur VG mælst með metfylgi, og Samfylkingin hefur um […]

Skattaskrattinn hittir ömmu sína
Merkilegt með þessa kosningabaráttu. Menn eru meira og minna sammála um þær áskoranir sem fram undan eru: það þarf að bæta heilbrigðiskerfið, það þarf átak í vegakerfið, það vantar úrbætur í húsnæðismálum, það þarf að hækka hinar og þessar bætur. En lausnirnar sem flokkarnir boða eru lítið trúverðugar. Að sumu leyti má segja að Bjarni […]

Jafnræðismennskan
„Jafnræði“ er merkilegt fyrirbæri. Það kemur manni alltaf á óvart. Ekki síðar en í gær áttaði ég mig á því, til dæmis, að maður ætti aldrei, og ég meina aldrei, að rétta drukknandi manni hjálparhönd. Alveg sama hversu freistandi það er. Hvers vegna ekki? Spyrð þú, lesandi góði, í einfeldni þínu. Þú mundir vita það, […]