Úlfar Þormóðsson
Kveikjum upp
„Mótmælin“ á Austurvelli eru eins og gælur. Daður við stjórnvöld. Í gegn um ávörp fundarmanna heyrist undirtónn sem er þessi: Hættið þessari vitleysu, verið góð við okkur, snúið við blaðinu og stefnið að því að verða besta ríkisstjórn lýðveldissögunnar! Þetta er væll barinna þræla. Ríkisstjórnin hefur gefið útgerðinni tugi miljarða. Hún hefur gefið ferðaþjónustunni annað […]
„You‘ll be back“
Sjálfstæðisflokkurinn er rotinn. Hann er að morkna í sundur. Innanfrá. Fyrsta nóvember átti að flikka upp á hann með því að kjósa honum ritara. Einskonar aðalritara. Það misheppnaðist algjörlega því að enginn hafði áhuga á vegsemdinni. Nema einn. Dýrasti þingmaður flokksins, sá sem enn neitar að gefa upp hverjir borguðu miljónatugi fyrir sæti hans […]
Af tilefnislausu
Já! Það er gott að elska, söng Bubbi og syngur enn. Það er alveg rétt hjá honum. Og það er líka gott að játa. Það skiptir máli fyrir þann sem það gerir að játa allt og öllu. Það léttir á þeim honum. Og öðrum líka. Sumum öðrum. Og þá breytir engu hvenær játað er. Eða […]
Úr kýrhausnum
Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Og ekki bara þar. Líka í Framsókn. Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra sagði í sjónvarpsviðtali 3.11.: „Menn eru fyrst komnir í vanda, stjórnmálamenn, ef þeir ætla að láta skoðanakannanir ráða gerðum sínum.“ Tveimur dögum síða, 5.11. lögðu allir óbreyttir þingmenn Framsóknarflokksins til að alþingi tæki af Reykjavíkurborg […]
Margsaga
Tveir æðstu „herforingjar“ landsins, forstjóri vopnaðrar landhelgisgæslu og ríkislögreglustjóri, yfirmaður vopnaðrar sérsveitar lögreglunnar eru ósannindamenn svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Hvort ástæðan er yfirlæti eða vanþekking skiptir engu máli því söm er gjörðin. Frá öðrum þeirra eða báðum barst það út að norsku byssurnar sem þeir sníktu af Norðmönnum hafi […]
Bótox
Það gengur á ýmsu innan ríkisstjórnarinnar og umhverfis hana. Það er búið að reka ræstingakonur úr opinberu starfi. Úr stjórnarráðinu. Það á að einkavæða þrifin. Og undirbúningur þrifabaðs stjórnarinnar sjálfrar stendur sem hæst. Ætlunin er að efna meira en ársgamalt loforð sem þingmönnum Framsónarflokksins var gefið um að bæta einum úr þeirra hópi í […]
… æ,æ,æ …
Kona trúði því sem ráðherrarnir sögðu um skuldaniðurfærsluna í fyrrahaust, vetur og vor. Hún sótti um að fá að nota fé af séreignasjóði sínum til þess að greiða niður húsnæðisstjórnarlán (nú heitir það víst íbúðasjóðslán) af íbúðinni sinni. Um það snerust heitu orð ráðherranna. Síðan tók hún sig til á miðju sumri og sótti um […]
Hamskipti
Það er ekki aðeins atgangur ríkisstjórnarinnar við að eyðileggja undirstöður samfélagsins og gælur hennar við peningafurstana sem rænt hefur hana trausti. Litlu atriðin gera það líka: Vinargreiðarnir, sem áttu að fara leynt, skríða fram í dagsjósið og narta í fylgið. Þegar Geir Jón Þórisson starfaði við löggæslu í Reykjavík þótti mörgum nokkuð til hans […]
Vogrís
Svo að það gleymist ekki í umræðunni um hækkun virðisauka á matvörur, matarskattinn svonefnda, er rétt að minna á það sem fram kom í fréttum Sjónvarpsins í gær, 30. október 2014, að á hríðskotabyssur er lagður 7,5% virðisaukaskattur. Höfum það hugfast.
Sparnaður
Hafið umhverfis landið og fiskurinn í sjónum eiga hve stærstan þátt í því að mannlíf hefir haldist í landinu. Hafrannsóknarstofnun annast rannsóknir á hafinu og lífinu þar. Hjá henni vinna færir vísindamenn. Þeir fylgjast með breytingum á hafinu og vexti og viðgangi fiskistofna í leit að bestu leiðum til viðgangs þeirra og nýtingar. En hafið […]
Birgðavörðurinn
Þegar ég var að velta því fyrir mér hvers vegna viðtal við Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar vegna byssumálsins var klippt til 7 sinnum fyrir útsendingu í fréttatíma Sjónvarpsins í gærkveldi (26.10.) skaut upp í kollinum tæplega 50 ára gömlum vísuparti úr Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum: Mikið er hún voldug varnarbyssan þín Meðal […]
Traust samstaða
Þær voru saman á kirkjuþingi tvær konur, kirkjumálaráðherra og biskup. Þær töluðu um traust. Og nauðsyn á trausti. Innihaldið í viðtali biskups í kvöldfréttum Sjónvarpsins (25.10.) var að úr því að þjóðfélagið væri svona óskaplegt, og útlönd líka, þyrfti lögreglan að hafa byssur. Segði hún. Og við verðum að treysta henni, lögreglunni. Sagði biskupinn. […]