
Jean-Rémi Chareyre

Bókstafstrúarmenn lýðræðisins
„Bókstafstrúarmaður lýðræðisins er í sömu stöðu og Forngrikkirnir voru í með spáprestum sínum. Allir voru sammála um, að rödd spáprestsins væri rödd guðs; en um leið leiddust þeir til að viðurkenna, að þegar spápresturinn talaði, var hann ekki eins skiljanlegur og æskilegt væri.“ Þetta ritaði Henry Maine, breskur sagnfræðingur og lögspekingur, árið 1885. Það hefur […]

Sigurvegarinn, það er ég!
Jæja, nú keppast álitsgjafar um að dæma um hver sé helsti sigurvegari kosninganna. Sumir segja það vera Miðflokkurinn, aðrir Flokkur Fólksins, enn aðrir Samfylkingin. Þetta er allt saman tóm vitleysa: sigurvegarinn, það er ég! Tveimur vikum fyrir kosningar birti ég kosningaspá mína. Þá voru vinstri flokkarnir að mælast með 49,5% en hægri flokkarnir með […]

Hinn helmingurinn af sannleikanum
„The truth is rarely pure and never simple,“ sagði skáld eitt, Oscar Wilde að nafni. Þetta á ekki síður við í pólitík. Þeir sem halda því fram að sannleikurinn sé einfaldur fara yfirleitt með hálfsannleik. Og hálfsannleikur er heil lygi. Til að afhjúpa lygina er hins vegar nauðsynlegt að grafa upp hinn helminginn af sannleikanum. […]

Spáð í spilin – vinstri sveifla?
Jæja. Tvær vikur í kosningar. Það virðist vera mikil hreyfing á fylgi flokkanna, með óvissunni sem því fylgir. Það ríkir líka töluverð bjartsýni á vinstri væng stjórnmálanna. Þar er gjarnan talað um „vinstri sveiflu“. Meira að segja Bjarni og félagar eru farnir að veifa vinstri-grýlunni. Vissulega hefur VG mælst með metfylgi, og Samfylkingin hefur um […]

Skattaskrattinn hittir ömmu sína
Merkilegt með þessa kosningabaráttu. Menn eru meira og minna sammála um þær áskoranir sem fram undan eru: það þarf að bæta heilbrigðiskerfið, það þarf átak í vegakerfið, það vantar úrbætur í húsnæðismálum, það þarf að hækka hinar og þessar bætur. En lausnirnar sem flokkarnir boða eru lítið trúverðugar. Að sumu leyti má segja að Bjarni […]

Jafnræðismennskan
„Jafnræði“ er merkilegt fyrirbæri. Það kemur manni alltaf á óvart. Ekki síðar en í gær áttaði ég mig á því, til dæmis, að maður ætti aldrei, og ég meina aldrei, að rétta drukknandi manni hjálparhönd. Alveg sama hversu freistandi það er. Hvers vegna ekki? Spyrð þú, lesandi góði, í einfeldni þínu. Þú mundir vita það, […]

Sjáið þið ekki veisluna?
Ég hef afskaplega gaman af þykjustuleikjum, og þess vegna hafði ég afskaplega gaman af stóra málinu um uppreist æru. Það er skemmtilegt að þykjast, og þess vegna ákvað ég, eftir að málið sprakk í fjölmiðlum og ríkisstjórnin með, að þykjast. Ég ákvað að trúa því, í alvarlegustu þykjustunni, að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hefðu virkilega […]

Je suis Robert Spencer
Fordómar hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda. Ýmsir minnihlutahópar hafa verið skotmörk þeirra og sætt ýmis konar mismunun og ofsóknir í gegnum tíðina. En í nútímasamfélaginu hefur einn hópur umfram aðra þurft að glíma við afar sterka fordóma, mismunun og kúgun: Það er gagnrýnandinn. Því við lifum á erfiðum tímum. Einu sinni þótti gagnrýnin hugsun […]

Benedikt og kranavatnið – síðari hluti
(Myndin tengist greininni óbeint, en samt alveg beint.) Í síðasta pistli mínum fjallaði um áformaðar skattabreytingar Benedikts Jóhannessonar. Pistillinn vakti töluverða athygli, og flestir virtust taka undir þau sjónarmið, sem þar komu fram. Benedikt lætur hins vegar engan bilbug á sig finna, og birtir langa grein í Kjarnanum, þar sem hann færir ítarlegri rök fyrir […]

Ferðaþjónustan: vaskurinn og kranavatnið
Umræðan um ferðaþjónustuna er afskaplega skemmtileg. Nú síðast horfði ég á þáttinn Silfrið með Agli Helgasyni, sem var einmitt tileinkaður þessum málaflokki, og ég get svo svarið það, að afþreyingargildið var með þeim hæsta sem ég hef upplifað. Sú umræða hefur verið nokkurs konar hugmyndasamkeppni, undir yfirskriftinni: „Hvernig getum við grætt meira á ferðamönnum?“ Og […]

Er jafnaðarstefnan dauð?
1. maí hefur alltaf verið tilefni til fagnaðar, en í dag er rok og rigning í hjörtum jafnaðarmanna. Víða um hinn vestræna heim eru jafnaðarmenn að tapa fylgi. Nú síðast í Frakklandi hlaut frambjóðandi Sósialistaflokksins í forsetakosningum 6 % atkvæða. Nýlega hlaut verkamannaflokkurinn í Hollandi svipuð örlög (5,7%). Jafnaðarmenn í Svíþjóð, sem höfðu aldrei fengið […]

Ríkisborgararéttur – próf í verðleikum?
Síðast skrifaði ég um íslenskuprófið sem ég þurfti að taka hjá Mími Símenntun áður en ég gæti sótt um ríkisborgararétt. Lesendur hafa kannski túlkað lýsinguna þannig, að prófið hafi verið hin besta skemmtun, sem það var að sumu leyti. En sannleikurinn er sá, að mér var alls ekki skemmt. Ekki það að ég hafi eitthvað […]