Guðmundur Gunnarsson
Sjálfstætt fólk
Jólasýning Þjóðleikhússins í ár er uppsetning Þorleifs Arnar Arnarssonar á Sjálfstæðu fólki. Sýningin hefst með því að Rauðsmýrarhjónin sitja í forsetastúkunni og maddaman tala til okkar. Á hjartnæman hátt fer hún yfir hversu vænt henni þyki um okkur og hversu mikla áherslu hún leggi á að aðstoða þá sem minnst mega sín. Hversu heppin við íslendingar séum […]
Launamunur milli starfsstétta
Mörgum hættir til þess að bera saman launataxta án þess að taka tillit til ákveðinni grundvallaratriða. Þar er ofarlega á blaði að taka verður tillit til mismun á þeirri stöðu að maður fari beint á vinnumarkað án þess að ljúka framhaldsnámi og svo þeirra sem verða að ljúka löngu framhaldsnámi. Það styttir vitanlega starfsævina. […]
Yfirburða vanþekking á kjaramálum
Umræður stjórnarþingmanna hvers tíma einkennast oft af óskhyggju og takmarkaðri þekkingu á því hvernig kaupin gerast á eyrinni. Þegar endurnýjun kjarasamninga nálgast þá mæta stjórnarþingmenn ásamt ráðherrum í fréttatímana og messa yfir þjóðinni að nú verði menn að taka höndum saman og sýna ábyrgð, annars raski þeir stöðugleikanum og fóðri um leið verðbólgudrauginn. En […]
Aðförin að íslenskri tungu og sjálfstæði þjóðarinnar
Sigmundur Davíð forsætisráðherra talar ítrekað um mikilvægi samstöðu og jákvæðni þjóðarinnar og skaðann af þeim sem eru neikvæðir. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna var því heitið að „rækta með þjóðinni þær dyggðir sem best tryggja farsæld og jafnræði.“ Ráðherrar hafa ítrekað lýst því yfir að þeir vilji starfa í góðri sátt og samstarfi við þjóðina og samtök […]
Hringborðið í RÚV
Hringborðið samræðuþáttur RÚV fór í loftið áðan. Umræðuefnið kjarasamningar. Styrmir hélt langa ræðu um að í dag skorti á samskonar vinnubrögð og viðhöfð voru fyrir 50 árum þegar Einar Olgeirsson og Ólafur Thors settust niður og kláruðu dæmið. Hvar er þessi maður staddur í veruleikanum? Kjarasamningar leystir á tveggja manna tali? Tveggja stjórnmálamanna!! Það hefur bara […]
Hermaðurinn djarfi árið 1864
Sýningar RÚV á dönsku seríunni um stríð Dana við Prússa um Slésvík á árunum 1848 – 1864 draga glögglega upp fyrir okkur þá skelfilegu staðreynd hvernig stjórnmála- og embættismenn beittu saklausu verkafólki purkunarlaust fyrir sig í baráttunni um völdin. Þröngsýnir og vitgrannir stjórnmálamenn kynntu undir blindri þjóðernisrembu og hatri á öllu sem erlent var. […]
Staða íslenskra verkalýðsfélaga
Það er nánast ómögulegt að bera saman íslensk stéttarfélög saman við stéttarfélög í öðrum löndum. Það er þá helst sakir þess að hér er töluvert stærri hluti af réttindum íslenskra launamanna tengdur kjarasamningum. Veikindadagakerfi, sjúkrasjóði, orlofssjóði, starfsmenntasjóði og lífeyrissjóði. Hér er að finna stærstan hluta af muninum á sköttum hér á landi og á […]
Uppdráttarsýki hagkerfisins
Fyrir síðustu kjarasamninga brýndi Seðlabankinn með mjög afgerandi hætti nauðsyn þess að launahækkanir væru í samræmi við batann í hagkerfinu. Verkalýðsforystan ákvað að stíga fram og standa að samræmdri kjarastefnu til langs tíma þrátt fyrir að nokkrir gengu fram fyrir skjöldu með glæsileg yfirboð um allt að 30% launahækkanir. Fyrirliði yfirboðsliðsins var einn helsti […]
Pólitískar goðsagnir
Okkar veruleiki byggist á goðsögnum og raunvísindum. Með því að leita stanslaust að sannleikanum tekst raunvísindunum að sanna sig á hverjum degi. Goðsögnin segir okkur að vel útspekúleruðum sérfræðingum sé fært að reikna börn í konur. Þessu hafa vísindin hafnað. Goðsögnin eru hin pólitísku sannindi og samfélagslegur veruleika þess sem talar hverju sinni. […]
Öld kvíðans
Síðasta öld hefur oft verið nefnd öld bjartsýninnar. Þekking hefur aldrei vaxið jafn mikið á einni öld og gríðarleg verðmæti voru sköpuð. Heimsbyggðin tengdist saman með alveg nýjum hætti. Í lok aldarinnar voru mannréttindi og lýðræði í sókn og fleiri nutu friðar en áður. Hugsjónir jafnréttis náðu áður óþekktum hæðum. Í Evrópu tókst að byggja […]
Ungverjaland / Ísland
Hef verið undanfarna daga í Ungverjalandi. Víða um landið voru nú um helgina töluverð mótmæli á götum úti. Lögreglan var allstaðar og fylgdist vel með. Efnahagsleg staða landsins er mjög slæm, heilbrigðiskerfið í miklum vanda, tryggingakerfið líka lífeyrir er liðlega 40 þús. kr. á mán. og algeng laun opinberra starfsmanna eru um 80 þús. kr. eftir skatta. […]
Stytting vinnuvikunnar
Því er gjarna haldið fram að háir skattar verði til þess að letja fólk til vinnu og hafa helstu hugmyndasmiðir frjálshyggjumanna hér á landi jafnvel haldið því fram að Íslendingar skili ekki nægilega löngum vinnudegi!!?? Prófessorar við Harvard og MIT hafa rannsakað mismunandi vinnutíma í vestrænum þjóðfélögum og kannað skýringargildi annarra þátta á […]