trusted online casino malaysia
Guðmundur Gunnarsson 17/12/2014

Launamunur milli starfsstétta

Mörgum hættir til þess að bera saman launataxta án þess að taka tillit til ákveðinni grundvallaratriða. Þar er ofarlega á blaði að taka verður tillit til mismun á þeirri stöðu að maður fari beint á vinnumarkað án þess að ljúka framhaldsnámi og svo þeirra sem verða að ljúka löngu framhaldsnámi. Það styttir vitanlega starfsævina.menn að störfum

 

Til þess að draga upp þennan mismun skulum við skoða verulega einfaldaða útreikninga. Oftast er miðað við 40 ár á vinnumarkaði og svo dregið frá hvort viðkomandi þurfi að verja einhverjum árum í nám og skuldsetningu vegna námslána.

 

Háskólamenntafólk er í flestum tilfellum að koma út á vinnumarkað um og yfir 30 ára gamalt með námslán á bakinu sem samsvara um það bil einum meðalárslaunum.

 

Ef reiknum þetta út allt saman á núvirði og miðum við 500.000 kr. sem eru nálægt meðal reglulegum mánaðarlaunum.

 

500 þús. x 12 mán. = 6 millj. kr. árslaun x 40 ár = 240 millj. kr. heildarlaun á 40 ára starfsævi.

 

Þetta liti þá þannig út hjá þeim sem þarf 10 ára nám áður en hann kemst á vinnumarkað 6 millj. kr.  x 30 ár = 180 millj. kr. heildarlaun á starfsævi – 6 millj. kr. námslán = 174 millj. kr.

 

Mismunur á þeim sem fer strax á vinnumarkað á 240 millj. kr. – 174 millj. kr. = 66 millj. kr.

66 millj. kr. / 30 ár = 2.2 millj. kr. mismunur á ári

 

2.2 millj. kr. / 12 mán. = 184 þús. kr. mismunur á mánuði, eða 37%.

 

Starfsmaður í þessari stöðu ætti þannig að vera með 184 þús. kr. laun til að standa jafnfætis lok starfsaldurs.

 

Sá samanburður sem við höfum verið að sjá í umfjöllun undanfarið er í engum takti við veruleikan og gera málflutning t.d. forsætisráðherra og svo maður tali nú ekki um fjármálaráðherra fjarstæðukenndan.

Flokkun : Pistlar
1,734