
Björn Valur Gíslason
Eins og flís við rass
Allt bendir nú til þess að Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og formaður framsóknarflokksins verði dubbaður upp sem leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík í sveitastjórnarkosningunum í vor. Það fer líka vel á því enda er Guðni bæði hnyttinn og skemmtilegur, auk þess að vera strangheiðarlegur og sómakær stjórnmálamaður. Allt þetta og miklu fleira í fari Guðna er talið líklegt […]
Góð tilbreyting í pólitískri umræðu
Það var skynsemi í máli Ásgeirs Jónssonar hagfræðings um gjaldeyrishöftin í Vikulokunum á RÁS 1 í morgun. Umræðan um afnám haftann í dag snýst mest um hvernig og hvenær þau verða afnumin, sem er auðvitað mikilvægt. En mikilvægara er þó eins og Ásgeir benti á í þættinum að ræða hvað tekur við eftir afnám haftanna, hvernig lífið […]
Skylmingar Ragnheiðar Elínar
Það hefur ekki farið mikið fyrir Ragnheiði Elínu Árnadóttur eftir að hún varð ráðherra og það litla sem hún hefur gert hefur er hún nú að reyna að lagfæra og færa aftur til fyrra horfs. Dæmi um það eru fjárveitingar til að ferðamannastaða sem voru verulega auknar á síðasta kjörtímabili. Það fyrsta sem Ragnheiður Elín […]
Betur borgið utan Íslands?
Sparisjóðaskýrslan er enn einn vitnisburðurinn um þá geggjun og brjálæði sem viðgekkst hér á landi fyrir Hrun. Enn og aftur hefur verið sýnt fram á hvernig gjörspillt samkrull stjórnmála og viðskipta gegnsýrði þjóðfélagið allt án mikillar mótspyrnu. Afleiðingarnar felast m.a. í gríðarlegum kostnaði sem samfélagið allt þarf að bera og mun hafa neikvæð áhrif á […]
Er öllum virkilega andskotans sama?
Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður framsóknarflokksins og ráðherra átti á sínum tíma sæti í þverpólitískri þingmannanefndsem vann úr skýrslu RNA um Hrunið. Í einni ræðu sinni um málið ræddi Sigurður Ingi mikið um þann skort sem var á formestu við ákvarðanatöku og afgreiðslu mála í aðdraganda Hrunsins. Orðrétt sagði hann um það: „Við (nefndarmenn) vorum sammála og samstiga í vinnunni […]
Nýtt pólitískt heimili
Sagt er að fólk hafi fagnað mjög ræðu Benedikts Jóhannessonar á mótmælafundi gegn ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. Benedikt boðaði í ræðu sinni stofnun nýs stjórnmálaflokks hægramegin við miðju og hliðhollum ESB. Slíkur flokkur er reyndar til nú þegar en vilji brottfloginna sjálfstæðismanna virðist ekki stefna til þess að ganga til liðs við hann, heldur […]
Skilaboð frá Óskari Bergssyni
Það er ekki oft sem stjórnmálamenn axla pólitíska ábyrgð líkt ogÓskar Bergsson oddviti framsóknarmanna í Reykjavík gerði í dag. Ástæðan er lítið fylgi við flokkinn í Reykjavík en ekki síður erfið málefnastaða hans á landsvísu sem hefur gert Óskari erfitt fyrir. Það er stór pólitísk frétt að flokkur sem leiðir ríkisstjórn sé svo illa staddur í […]

Björn Ingi rífressaður
Ég sá í gærkvöldi þegar ég vaknaði til vinnu að Björn Ingi Hrafnsson hafði birt þriggja ára gamla frétt á Eyjunni. Ég hélt fyrst að tölvan væri eitthvað að stríða mér og rífressaði. En allt kom fyrir ekki neitt eins og sagt er. Fréttin stóð þarna áfram jafn traustum fótum og gufa úr tekatli. Hún var um […]
Gullfiskar og innanmein
Það er í sjálfu sér stórmerkilegt að um 40% kjósenda geti hugsað sér að kjósa nýjan hægriflokk ef slíkt fyrirbæri væri í boði. Þó ekki væri nema vegna reynslunnar af íslenskum hægriflokkum. Fyrir þá sem eldri eru en tvævetur ætti það heldur ekki að hljóma spennandi að blása aftur pólitísku lífi um nasir fyrrverandi formanns […]
Bjarni er búinn að vera
Bjarni Benediktsson náði að snúa sjálfstæðisflokknum úr frjálsu falli á síðustu metrunum fyrir kosningarnar vorið 2013. Þrátt fyrir það hlaut sjálfstæðisflokkurinn þá næst verstu kosningu frá stofnun flokksins. Margir töldu að Bjarni myndi í kjölfarið ná að vinna frekar úr þeirri stöðu en það er öðru nær. Sjálfstæðisflokkurinn er nú við það að klofna vegna […]
Nýtt heimsmet!
Til að fá skattaafslát þarf maður greiða skatt. Þeir sem eru með lág laun greiða lítinn eða jafnvel engan tekjuskatt. Þeir geta því ekki fengið skattaafslátt. Skiljanlega. Skattabreytingar á síðasta kjörtímabili juku skattbyrði á tekjuháa og eignafólk. Það er þess vegna sá hópur fólks sem mun geta nýtt sér boðaðan skattaafslátt hægristjórnarinnar en hinir ekki. Reiknimeistari […]