trusted online casino malaysia
Björn Valur Gíslason 14/04/2014

Betur borgið utan Íslands?

Sparisjóðaskýrslan er enn einn vitnisburðurinn um þá geggjun og brjálæði sem viðgekkst hér á landi fyrir Hrun.

Enn og aftur hefur verið sýnt fram á hvernig gjörspillt samkrull stjórnmála og viðskipta gegnsýrði þjóðfélagið allt án mikillar mótspyrnu. Afleiðingarnar felast m.a. í gríðarlegum kostnaði sem samfélagið allt þarf að bera og mun hafa neikvæð áhrif á lífkjör á Íslandi næstu áratugi.

Því get ég ekki með nokkru móti skilið hvers vegna stjórnmálamenn og aðrir taka ekki svona gagni sem skýrslan um sparisjóðina er með jákvæðum hætti með það í huga að grafast fyrir um hvað það var sem raunverulega gerðist og hvað má hugsanlega læra af því. Þess í stað haga margir sér eins og bjálfar sem ekki er viðbjargandi.

Dæmi um þetta eru þingmaður sjálfstæðisflokksins sem vill meina að Hrunið af ekki orðið fyrr en eftir Hrun og vælir síðan undan því að flokkurinn hans sé sagður vera tengdur einhverju Hruni sem hvort sem er varð aldrei að hans mati. Annað dæmi er fréttastjóri viðskiptafrétta á 365 miðlum sem vill meina að þeir sem eru að reyna að átta sig á því hvað fór úrskeiðis í aðdraganda Hrunsins séu að hefna sín og þá líklega á flokknum hennar. Svo má nefna suma fjölmiðla sem taka undir þennan málflutning með því spyrja hvorki gagnrýnna spurninga né láta þetta fólk standa við stóru orðin.

Kannski er okkur ekki viðbjargandi? Kannski viljum við bara hafa þetta svona? Þangað til allt fer aftur til helvítis.

Stundum læðist að manni sá grunur að Íslendingum sé betur borgið utan Íslands.

Latest posts by Björn Valur Gíslason (see all)
Flokkun : Pistlar
1,744