trusted online casino malaysia
Björn Valur Gíslason 06/04/2014

Nýtt pólitískt heimili

Sagt er að fólk hafi fagnað mjög ræðu Benedikts Jóhannessonar á mótmælafundi gegn ríkisstjórninni á Austurvelli í gær.

Benedikt boðaði í ræðu sinni stofnun nýs stjórnmálaflokks hægramegin við miðju og hliðhollum ESB. Slíkur flokkur er reyndar til nú þegar en vilji brottfloginna sjálfstæðismanna virðist ekki stefna til þess að ganga til liðs við hann, heldur stofna nýjan.

Nýja pólitíska heimili flóttafólksins úr sjálfstæðisflokknum sýnist mér eigi að innrétta að öllu leyti eins og æskuheimilið nema að þar verður aukaherbergi fyrir Evrópusambandið.

Benedikt Jóhannsson (sem er hinn mætasti maður að mér er sagt) og félagar hans úr sjálfstæðisflokknum virðast hafa fundið nýja flokknum jarðveg í hópi mótmælenda á Austurvelli, svo undarlegt sem það kann nú að hljóma.

Kannski endar það með því eftir allt sem á undan er gengið að mótmæli almennings verði til þess að stofnaður verður nýr og stór hægriflokkur?

En var einhver að biðja um það?

Latest posts by Björn Valur Gíslason (see all)
Flokkun : Pistlar
1,273