trusted online casino malaysia
Björn Valur Gíslason 01/04/2014

Gullfiskar og innanmein

Það er í sjálfu sér stórmerkilegt að um 40% kjósenda geti hugsað sér að kjósa nýjan hægriflokk ef slíkt fyrirbæri væri í boði. Þó ekki væri nema vegna reynslunnar af íslenskum hægriflokkum.

Fyrir þá sem eldri eru en tvævetur ætti það heldur ekki að hljóma spennandi að blása aftur pólitísku lífi um nasir fyrrverandi formanns sjálfstæðisflokksins og talsmanns íslenskra atvinnurekenda sem margir virðast vilja setja í forystu fyrir slíkan flokk. Það yrði ekkert nýtt við þannig hægriflokk enda væri hann reistur á sömu hugmyndafræðinni og þeirri sem núverandi hægriflokkar standa á.

Merkilegast við skoðanakönnun MMR um fylgi við slíkan flokk er að meira en helmingur stuðningsmanna Bjartrar framtíðar og tæpur helmingur stuðningsmanna Pírata gæti hugsað sér að blása í seglin hjá nýjum hægriflokki sem er svipað hlutfall og hjá þeim sem kusu sjálfstæðisflokkinn síðast.

Það segir talsvert um bakland þessara tveggja flokka.

Að öðru leiti staðfestir þessi könnun fyrst og fremst innanmeinin sem hrjá sjálfstæðisflokkinn þessa dagana.

Og svo gullfiskaminnið hjá kjósendum.

Latest posts by Björn Valur Gíslason (see all)
Flokkun : Pistlar
1,779