trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 05/08/2018

Við leiði Kristjáns Fjallaskálds

Eftir Eyþór Árnason

Í ágúst er fallegt í Vopnafirði

Brakandi vestanáttin ber þungan dyn
alla leið frá stóra fossinum
en svalur úðinn slær á breyskjuna í garðinum

Barnakennarinn Kristján Jónsson
mundar krítina og krotar vísu á spjaldið

Vísan er köld og stutt
en fjöllin fram undan fáránlega löng

Rétt utan við garðvegginn
stígur nýi bóndinn, Jim Ratcliffe,
hverfisteininn og hvessir ljáinn
því háin er fullsprottin

Kristján leggur frá sér krítina
hér eru víst engin börn lengur
gengur út á hlað og horfir niður að ánni
grípur netstubb sem hangir á bæjarþilinu
og heldur af stað

Bráðum á hann hvergi heima

Eyþór Árnason (Skepnur eru vitlausar í þetta, Veröld, 2018)

Flokkun : Ljóðið
1,522