Þing þarf að kalla saman
Hjúkrunarfræðingar kolfelldu nýgerðan kjarasamning við ríkið. Heilbrigðiskerfið er að hruni komið.
Þetta snýst ekki lengur um kjaramál, heldur um heilbrigðiskerfið sjálft. Þar er uppi neyðarástand og það verður að bregðast við sem allra fyrst.
Staðan í heilbrigðiskerfinu er af pólitískum rótum runnin og því eru það stjórnmálamenn sem þurfa að takast á við vandamálið. Engir aðrir. Í ljósi stöðunnar verður að boða til þings og kalla þingmenn heim úr sumarleyfum.
Ef þingmeirihluti hægriflokkanna gerir það ekki, hlýtur stjórnarandstaðan að fara fram á að þing komi saman til að ráða ráðum sínum um framtíð íslenska heilbrigðiskerfisins.
Það verður einhver að sýna ábyrgð.
Staðan er grafalvarleg og hafin yfir dægurþras.
- Hugsanlega afdrifaríkur dómur - 26/03/2018
- Vandi Vinstri grænna - 23/01/2018
- Gamlar og vondar hugmyndir - 08/01/2018